Borgfirðingabók - 01.12.2012, Blaðsíða 145
145Borgfirðingabók 2012
hér er fyrir ofan. Rissaklaustur kirkjan var byggð sem grískur jafn-
arma kross. 1317 brann klaustrið og tréverk í kirkjunni, eftir það var
kirkjan stækkuð. Vegna endurbyggingar klaustursins var veitt leyfi til
að gefa út 40 daga aflátsbréf og eftir það gekk verkið fljótt.
eftir siðaskipti tók kóngur allt góss kirkjunnar og hafði ekki áhuga
á að halda henni við og þá var farið að taka muni úr kirkjunni, fógeti
sem hér bjó gekk á undan og tók gólfið og fannst það í fjósi hér á
staðnum. 1751 leyfði kóngur að grjót væri tekið hér til að gera við
og stækka Maríu kirkjuna í Niðarósi. Nunnurnar voru grafnar undir
kirkjugólfinu án þess að vera í kistum. Tvær steinkistur fundust undir
kórgólfinu, það eru einu umbúðirnar, talið er að í annari kistunni sé
Sigríður systir Skúla jarls og hinni Margrét drottning Hákonar gamla
og dóttir Skúla jarls. Hákon varð raunar ekki gamall, sextíu ára, ein
karlmannsbeinagrind fannst og er talið hugsanlegt að þar séu bein
Skúla jarls, þó sagan segi að hann hafi verið grafinn í Niðarósi.
Vesturgafl klaustursins sem enn stendur er talin vera eina klaustur-
rústin í Noregi. Klausturgarðurinn var myndaður af 24 asktrjám og
tveim í miðjunni. Abbadísin bar ábyrgð gagnvart erkibiskupi og
þessvegna var kirkjan jafn stór og biskupakirkja. Kirkjan, sem nú er,
er eftirlíking af gamalli kirkju sem var rifin 1880, en þessi er fallegri.
Áður voru fleiri bekkir, hver bær átti sín sæti. einnig eru hér krær í
sætum sem ætluð voru hinum ýmsu ættum; liðsforingjum, undirfor-
ingjum og lénsmanni. Hlutverk lénsmannsins var upphaflega að vera
talsmaður bænda gagnvart yfirvöldum, sjá um að fógeti tæki ekki of
mikið í sektir. Lénsmaður er nú sama og hreppstjóri. Johnn Boyer
skáld kostaði endurbyggingu kirkjunnar. Í henni er altaristafla frá
um 1630 og Biblía frá svipuðum tíma. Kirkjan er byggð úr bjálkum,
klædd með borðviði, rauðmáluð að mestu, bláir gluggar og dyr.
12. ágúst: Í morgun var vaknað snemma. Ég fór á fætur kl. 6.30 að
ganga frá mínu dóti og nú var gestgjöfum og starfsstúlkum gefið til
minja bækur og peningar. Þessi dvöl okkar í Rissa verður okkur öllum
ógleymanleg, kveðjustundin við þetta ágæta fólk var óneitanlega
tregablandin. Við erum um það bil að festa hér rætur, þegar við erum
rifin upp og flytjum til nýrra heimkynna, sem við þó að vísu bindum
vonir við. Nú förum við með enn annari ferju úr Vanviken, þeirri
bestu sem við höfum farið með. Hitinn hefur verið hér gífurlegur
undanfarna daga og við höfum flest farið í vatnið fyrir neðan verustað