Borgfirðingabók - 01.12.2012, Blaðsíða 66
66 Borgfirðingabók 2012
í dalsmynni 100 kr., eiríkur á Glitstöðum 100 kr., Pétur Jónsson í
Hvammi kr. 200, Þórður Hákonarson 50 kr.,Sverrir í Hvammi 100 kr.,
einar á Hreimsstöðum 30 kr., Gestur á Hóli 50 kr. Þorbjörn á Hrauns-
nefi 100 kr., Þorsteinn á Hvassafelli 50 kr., Jóhann í Fornahvammi 50
kr, Kristján Gestsson Hóli flutning eða 50 kr.
Þessi samskot hófust eftir að við ákváðum að gera tilraun til að
byggja upp á Brekku. Við fórum í Borgarnes til að kaupa föt og
rúmfatnað. Vorum inni í búð að versla. Þá kemur þar inn Jónas í Sól-
heimatungu er var þá fluttur í Borgarnes. Við þekktum hann ekki
nema fyrir annan. Jeg hafði oft séð hann í Brekkurétt, þegar hann
var bóndi í Sólheimatungu. Hann gefur sig á tal við okkur og fer að
minnast á brunann og afhendir Þórhildi 30 króna úttekt á blaði að
gjöf. Við vorum í búð dóttur hans. Svona gleymist seint af óþekktum
og vandalausum. Jeg rembdist við að heyja um sumarið eins og jeg
gat, fékk Kerlingarhólmann hjá eysteini á Höfða, en keypti hann
síðar. Ólafur gamli á dysey lánaði mér sláttuvélina sína til að slá
hann. Þá var engin rakstrarvél eða snúningsvél komin. Mér þótti
vænt um að einar á Skarðshömrum sendi Laufeyju dóttur sína og
kaupakonu, bráðröskar stúlkur, með hrífur til mín á Hólmann. Þær
hömuðust hvor í kapp við aðra og rökuðu geysistórt stykki af ljánni
sem mig munaði mikið um. Svona var hjálpsemin hjá öllum. eftir
heyskapinn var farið að hugsa til húsbyggingar. eiríkur mágur minn
á Glitstöðum gerði teikningu af stærð og gerð og blessaður Pétur
Jónsson býður mér að grafa fyrir grunninum sem var töluvert verk.
Á því byrjuðum við fyrir réttir. Hann gerði það ekki endasleppt við
okkur, hæstur á samskotalistanum, vann allt haustið við bygginguna
og hirti skepnurnar um veturinn og tók ekki krónu fyrir. Kindurnar
voru um hundrað, tvær kýr. eiríkur gaf mér vetrung og fóðraði hann
um veturinn. Heyin dugðu, enda var Pétur ágætur hirðir og notaði
furðanlega beit, enda vetur snjóléttur og góðviðrasamur í besta lagi.
Þetta sumar var verið að byggja brúna á Bjarnardalsá í Snoppunni.
Þar vann Páll frændi minn Guðjónsson frá Geststöðum. Hann lofar
að taka að sér bygginguna á húsinu fyrir mig. Það stendur heima
að hann er laus, þegar við Pétur erum búnir með grunninn. Hann
vinnur fram á jól. Kaup tók hann sáralítið. Með honum hafði unnið
um sumarið norskur trésmiður, Jóhann Króknes. Hann smíðaði fal-
legan skáp sem enn er til og tvö tveggja manna rúm og margt fleira.