Borgfirðingabók - 01.12.2012, Blaðsíða 216
216 Borgfirðingabók 2012
Talið er að um 15-18.000 manns njóti árlega menningarviðburða í
Reykholti, þ.e. sýninga, gestastofu, fyrirlestra, ráðstefna og tónleika.
Þar fyrir utan koma mun fleiri til að skoða Snorralaug og aðrar forn-
leifar, njóta útveru og afþreyingar eða þeirrar funda- og gistiaðstöðu
sem Snorrastofa, Fosshótel Reykholt og gistiheimili á vegum bænda
í Reykholtsdal hafa upp á að bjóða. Samkvæmt ítarlegri könnun
fyrirtækisins Rannsóknir & ráðgjöf ferðaþjónustunnar ehf. komu í
Reykholt árið 2008 fyrir utan heimamenn samtals um 115.000 gestir
(140.000 heimsóknir), 65.000 Íslendingar og 50.000 útlendingar. Það
er tilfinning forráðamanna Snorrastofu að árið 2011 hafi í þessu sam-
hengi síst verið síðra.
Verslun og önnur þjónusta nærist á því að ferðamenn haldi áfram
að sækja héraðið heim og í því efni er Reykholt mikilvægur segull.
Með öðrum orðum; það er forsenda fyrir áframhaldandi rekstri
verslunar og þjónustu hér í sveitum að ferðamenn sjái ástæðu til að
koma – og þess vegna hangir öll starfsemi í Reykholti saman við aðra
atvinnu í héraðinu.
Starfsemin
Snorrastofa er samvinnuverkefni margra, m.a. ríkisins, Reykholts-
kirkju og nokkurra sveitarfélaga. Þá er á fræðasviðinu unnið í sam-
vinnu við fjölmarga aðila, bæði hér á Íslandi og erlendis, en drifkraftur
starfseminnar er náin samvinna við skyldar mennta- og rannsóknar-
stofnanir. eftirfarandi sveitarfélög og stofnanir komu Snorrastofu á
stofn árið 1995, en í skipulagskrá stofnunarinnar segir:
Stofnendur Snorrastofu í Reykholti eru: Héraðsnefnd Borgar-
fjarðarsýslu, héraðsnefnd Mýrasýslu, Reykholtsdalshreppur,
Reykholtskirkja og menntamálaráðuneytið.
Þar sem búið er að leggja héraðsnefndirnar niður og sameina nokkur
sveitarfélög teljast núverandi stofnaðilar vera sem hér segir: Borgar-
byggð, Skorradalshreppur, Hvalfjarðarsveit, menntamálaráðuneytið
og Reykholtskirkja. Stjórn Snorrastofu á árinu 2011 skipuðu Jón
Ólafsson, formaður, fulltrúi Reykholtssóknar, davíð Pétursson,
fulltrúi Skorradalshrepps, Hvalfjarðarsveitar og Borgarbyggðar,
Björn Bjarnason, fulltrúi Borgarbyggðar, Jóhannes Stefánsson,