Borgfirðingabók - 01.12.2012, Blaðsíða 59
59Borgfirðingabók 2012
gott að hafa Marís. Hann fór heim á kvöldin og var kominn fyrstur
að morgni, lét klárinn sinn upp á eyrarnar. Þorbjörn vann sáralítið
við þetta, nokkur dagsverk, aftur var Hallgrímur stöðugt. Þegar við
vorum búnir að greiða verkamönnunum, var staðan þannig að við
höfðum tíu króna daglaun þá daga er við unnum. Þetta ákvað jeg og
var það samþykkt mótbárulaust. en þegar jeg hugsaði löngu síðar um
þessi skipti kom mér í hug, hvort jeg hefði skipt svona, hefðum við
orðið í undirballans. Þorbjörn vann fæst dagsverkin, af því fékk hann
minnst af þessum litla sjóð. Ætli hann hefði ekki verið látinn bera
jafnt, hefði það verið öfugt. Þetta var ekki réttlát úrhlutun hjá mér.
Jeg viðurkenndi það með sjálfum mér löngu, löngu síðar. Þetta gekk
prýðilega fyrir sig og þeir sem unnu voru þakklátir að fá vinnu því
það mátti teljast til hlunninda að fá dagsverk og launin að kvöldi, þó
þau væru ekki há í loftinu. Það var allt smátt í þá daga og menn gerðu
sér gott af litlu, já sáralitlu.
Þeir voru mikið ánægðari þá með þetta smáa, heldur en menn eru
nú með það stóra.
Næst biður vegamálastjóri mig að sjá um garðhleðslu við Litlá.
Hún kom oft yfir túnið í Hvammi. Jeg bauð Sverri að vera með við
þessa garðhleðslu og þáði hann það. Jeg var þar í fæði og á næturnar.
Jeg man það var étið mikið af súrum hval. Pétur Jónsson var þar þá
vinnumaður og vann við þetta verk. Jeg held þetta hafi verið tíma-
vinna. Um kaup og kjör man jeg ekki. Já jeg gleymdi að geta um það
að jeg fékk lánaðan hest hjá Þorsteini á Hamri föður Þórhildar. Átti
þá víst ekki stilltan hest og fór með á honum uppeftir tvo stóra bagga
af heyi. Þetta mun hafa verið um eða fyrir sumarmál. Sverrir lagði til
annan hest. einu sinni er jeg staddur í Reykjavík. Þá biður hann mig
að taka að mér fyrirhleðslu við Farveginn upp í Hvassafellshornið og
taka efni úr því.
Jeg gaf ekkert svar, en sagðist skyldi athuga þetta, hringi til Jóns í
dalsmynni, tjái honum þetta og hvort hann vilji vera með mér. Mér
fannst það hentugt eins og í Hvammi, að dalsmynnisbóndinn yrði
með mér og hann hafði nóga hesta. Jú, hann var til með það. Svo fer
jeg á fund vegamálastjóra og tjái honum að jeg sé tilbúinn að taka
að mér þetta verk. Þá er hann búinn að ráðstafa því. Guðmundur í
Svignaskarði hefði boðist til að taka það. Hann var áberandi bóndi
í þjóðbraut. Jeg átti langt samtal í símann um þetta við Jón og Guð-