Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 2

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 2
2 mál, þar sem öll sjónarmið koma við sögu, eru þau gerð að lögfræðilegum álita- málum og færð burt af hinum pólitíska vettvangi. Það lokar umræðunni og kemur í veg fyrir pólitíska þróun heima fyrir“. Prófessorinn spyr hvort óskað sé eftir þessari þróun og segir að ef til vill sé svo. Þá svarar hann játandi þeirri spurningu hvort slík þróun hafi afleiðingar í för með sér. Menn hafi hins vegar tæplega gert sér grein fyrir því hverjar afleiðing- arnar kunni að vera. Sjálfur segist hann sjá þrjú alvarleg vandamál sem fylgi þessu formi valdatilfærslu. Í fyrsta lagi sé það almennt hættulegt að gera stjórn- mál að „domstolsjura“. Lögfræðingar séu góðir við það að komast að niðurstöðu um hver eigi rétt samkvæmt lögum sem stjórnmálamenn hafi sett. Séu dómarar beðnir um að skrifa lögin hverfi lýðræðið með nokkrum hætti út úr myndinni. Í öðru lagi þá þekki menn ekki dómara við mannréttindadómstólinn, hvorki sem persónur né lögfræðinga. Því meiri stjórnmál sem lögð séu í hendurnar á dómur- unum því þýðingarmeira sé að þeir hafi tilfinningu fyrir þeim raunveruleika sem liggi að baki málunum. Í þriðja lagi þá geti pólitísk viðbrögð við niðurstöðum mannréttindadómstólsins aðeins orðið þau að ganga til endurskoðunar á mann- réttindunum og hverjir óski eftir eða þori að ganga í þau mál. Margt fleira segir prófessorinn sem ekki verður rakið hér. Skal þó minnst á þrennt sem sýnir m.a. að hann er að hvetja, eða öllu fremur að ögra, til umræðu sem hann gerir formlega tillögur um í síðari hluta greinarinnar. Hið fyrsta er að hann segir það vekja undrun að danska mannréttindastofn- unin hafi aldrei svo vitað sé nokkru sinni talið að mannréttindadómstóllinn hafi gengið of langt í skýringum sínum. Stofnunin, sem líkist meira neytendasam- tökum en háskólastofnun, hafi fyrir löngu misst stöðu sína sem hlutlæg fræða- stofnun og líklega væri betra að leggja hana niður og láta háskólana fá það fjár- magn sem hún fái frá ríkinu. Með því yrðu rannsóknum á þessu sviði tryggð aka- demisk vinnubrögð. Þá leggur hann til að Danir felli úr gildi lögin sem lögbinda mannréttindasáttmálann. Engin nauðsyn sé á þeim lögum og með niðurfellingu þeirra yrðu mannréttindadómstólnum send skýr skilaboð um það að hann hafi gengið of langt, og jafnframt fengju þá danskir dómstólar meira frelsi til þess að líta frá niðurstöðum mannréttindadómstólsins. Þá gerir prófessorinn tillögu um að mannréttindasáttmálinn verði endurskoðaður með það í huga að mannrétt- indadómstóllinn dæmi aðeins í málum sem varði grundvallarmannréttindi. Ann- að sem nú sé talið til mannréttinda (den nuværende „menneskeret“) verði bundið í sérstökum sáttmála um evrópska réttarpólitíska samræmingu (europæisk rets- politisk harmonisering). Sá sem þetta ritar hefur ekki að heitið getur haft tækifæri til þess að fylgjast með því hver umræðan í kjölfar greinarskrifa prófessors Mads Bryde Andersen hefur orðið en veit þó að lagaprófessorinn, Gorm Toftegaard Nielsen, hefur tekið undir sjónarmið hans. Reyndar rak á fjörurnar gagnmerka ritstjórnargrein í danska blaðinu Information frá 21. mars sl. Því miður eru ekki aðstæður til að rekja efni hennar nema að örlitlu leyti. Í greininni segir að það sé heilbrigð um- ræða sem Mads Bryde Andersen hafi byrjað um mannréttindadómstólinn. Ljóst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.