Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Síða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Síða 7
og íþyngjandi eðlis hennar2 verður auk kröfu um lýðræðislegan uppruna refsi- heimildar að telja æskilegt að refsiheimildir séu ávallt orðaðar með þeim hætti að ekki leiki vafi á því hvort tiltekin háttsemi – athöfn eða athafnaleysi – falli undir verknaðarlýsingu í refsiákvæði. Refsiheimildir verða m.ö.o. að vera skýrar (l. lex certa). Orð og hugtök í texta eru hins vegar í eðli sínu ófullkominn miðill merkingar, a.m.k. þannig að tryggt sé að þau miðli í öllum tilvikum sömu merkingu til tveggja eða fleiri heilbrigðra og skynsamra einstaklinga.3 Við mat á því hvaða kröfur eigi að gera til skýrleika refsiheimilda verður þannig að gæta þess að viðhalda eðlilegu jafnvægi á milli tilgangs refsiheimilda og þess réttar- öryggis sem borgararnir eiga að njóta í samskiptum við refsivörslukerfið. Hér má vísa til eftirfarandi sjónarmiða danska refsiréttarfræðingsins Knud Waaben:4 Der er vanskeligheder ved at foretage lovanvendelsens koblinger mellem en norm- ativ text og virkelighedens fænomener. Handlinger og forløb er jo ikke på forhånd udstyret med et sprogligt signalement der svarer eller ikke svarer til en kode i loven. Vi bearbejder virkeligheden ved at sætte ord på den; dette kan ske på mangfoldige måder uden at være bundet af lovens vokabularium eller af et andet sprogligt klass- ifikationssystem. Og hvad lovens ord angår vil de ofte vise sig at være kendte i for- skellige betydninger eller ligefrem at savne en deskriptiv betydning ud over en flygtig antydning om tankens retning. Det kræver derfor en mellemregning – en mere eller mindre vilkårlig brug af sproget – at nå til slutninger om hvorvidt en handling, et forløb eller et andet fænomen kan henføres under lovens ord. Í þessum síðari hluta um stjórnarskránna og refsiábyrgð verður fjallað um meginregluna um skýrleika refsiheimilda sem dómstólar hér á landi og fræði- menn hafa á undanförnum árum lagt til grundvallar að leiði einnig af ofan- nefndri 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar.5 Verður í því sambandi litið til við- 2 Róbert R. Spanó: „Lagareglur um refsiábyrgð opinberra starfsmanna“. Úlfljótur. 4. tbl. 52. árg. (2000), bls. 512-513: „Séreðli og einkenni refsiákvæða, og þá einkum þær miklu kröfur sem gerðar eru til þess að form og efni þeirra sé skýrt og aðgengilegt, endurspegla þá sérstöku þýðingu sem refsingar og önnur refsikennd viðurlög geta haft á daglegt líf manna. Við greiningu og lýsingu á efnisinntaki refsiákvæða verður því að taka mið af þessu séreðli refsiábyrgðarinnar, enda getur framkvæmd og fullnusta refsidóma haft í för með sér eina afdrifaríkustu skerðingu á athafnafrelsi manna sem lög heimila og takmarkað grundvallarréttindi einstaklinga til sjálfstæðra ákvarðana um líf sitt og tilveru“. 3 Sjá hér til hliðsjónar Páll Skúlason: „Nokkur hugtök og úrlausnarefni í túlkunarfræði“. Mál og túlkun. Hið Íslenska Bókmenntafélag. Reykjavík (1981), bls. 175-200. 4 Knud Waaben: „Lovkravet i strafferetten“. Nordisk Tidsskrift for Kriminalvidenskab. 1. tbl. 81. árg. (1994), bls. 133. 5 Sjá t.d. eftirfarandi rit íslenskra fræðimanna: Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I. Háskólaútgáfan. Reykjavík (1999), bls. 167-181; eftir sama höfund: Viðurlög við afbrotum. Bóka- útgáfa Orators. Reykjavík (1992), bls. 38 (um skýrleika viðurlagareglna); Gunnar G. Schram: Stjórnskipunarréttur. Háskólaútgáfan. 2. útg. Reykjavík (1999), bls. 513-514; Róbert R. Spanó: „Um vansvefta skipstjóra og afladrjúga stýrimenn – hugleiðingar um hlutlæga refsiábyrgð einstak- linga í íslenskum rétti“. Tímarit lögfræðinga. 1. hefti. 49. árg. (1999), bls. 17-30, og eftir sama höf- und: „Lagareglur um refsiábyrgð opinberra starfsmanna“. Úlfljótur. 4. tbl. 52. árg. (2000), bls. 512- 513. 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.