Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Page 15

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Page 15
Þar sem forsendur Hæstaréttar í ofangreindum dómi virðast samkvæmt fram- angreindu nokkuð óljósar um þá réttarreglu sem leiddi til sýknu X er mat á for- dæmisgildi hans erfiðleikum bundið. Það má t.d. spyrja þeirrar spurningar hvort forsendurnar beri með sér þá afstöðu dómenda að refsiábyrgð verði ekki viður- kennd á grundvelli refsiheimildar sem byggir að öllu leyti á efnislýsingu EES- gerðar sem innleidd er í almenn stjórnvaldsfyrirmæli með svokallaðri tilvísun- araðferð. Ef svo er þá vaknar sú spurning hvort rökin að baki þeirri afstöðu séu þau að við slíkar aðstæður séu almennt of fjarlæg tengsl á milli framsalsheim- ildarinnar í almennum lögum og tilvísunarákvæðis í stjórnvaldsfyrirmælunum að ekki sé fullnægt grunnreglunni um lögbundnar refsiheimildir í 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar. Rökin gætu þó fremur verið þau að við slíkar aðstæður sé réttarheimildalegur grundvöllur refsiheimildarinnar orðinn það óskýr að ekki sé fullnægt meginreglunni um skýrleika refsiheimilda.24 Ákvæði 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar útilokar almennt séð ekki það fyr- irkomulag að refsiábyrgð verði byggð á verknaðarlýsingu í EES-gerð, sem inn- leidd er með svokallaðri tilvísunaraðferð, ef inntak þeirrar efnislýsingar á sér nægjanlega stoð í settum lögum frá Alþingi og EES-gerðin er birt með þeim hætti sem lög gera ráð fyrir, sbr. 27. gr. stjórnarskrárinnar og nýsamþykkt lög nr. 15/2005 um Stjórnartíðindi og Lögbirtingarblað. Í slíkum tilvikum verður að líta svo á að efnislýsing í EES-gerð njóti í raun sömu stöðu sem réttarheimild eins og hún kæmi beinlínis fram í texta almennra stjórnvaldsfyrirmæla.25 Þó kunna að vera takmarkanir á því hve langt megi ganga í þessu efni.26 Líta verður svo á að þessum skilyrðum grunnreglunnar hafi ekki verið fullnægt í því tilviki sem um var fjallað í framangreindum dómi Hæstaréttar frá 28. október 2004 (hvíldartími ökumanna) og hafi því verið rétt að sýkna X. Ef efnislýsing í EES- gerð fullnægir ofangreindum skilyrðum um næga lagastoð og birtingu er það hins vegar ávallt sjálfstætt úrlausnarefni hvort sú lýsing fullnægir meginregl- unni um skýrleika refsiheimilda. Sá háttur að orða verknaðarlýsingar í refsi- heimildum með valkvæðum hætti kann eftir atvikum að leiða til þeirrar álykt- unar að skilyrðum meginreglunnar sé ekki fullnægt. 15 24 Sjá umfjöllun um þessi álitaefni í norskum og sænskum rétti Asbjørn Strandbakken: „Grunn- loven § 96“, bls. 201, og Petter Asp: EU & Straffrätten. Studier rörande den europeiska integr- ationens betydelse för den svenska straffrätten. Uppsala (2002), bls. 246 og 291. 25 Nánar er fjallað um eyðuákvæði og hvort þau samrýmist kröfum um skýrleika refsiheimilda í kafla 3.3.9. 26 Asbjørn Strandbakken: „Grunnloven § 96“, bls. 201: „Problemene forsterkes imidlertid i til- feller hvor nasjonale lovgivningen kobler seg til internasjonale normer, for eksempel innenfor EU- retten. Det går derfor utvilsomt en grense for hvor langt man kan drive en slik lovgivningsteknikk på strafferettens område“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.