Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Page 17

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Page 17
fræðimanns um þetta viðfangsefni í íslenskum rétti.29 Áherslan er þar lögð á það sjónarmið að refsiheimild megi ekki vera of almenn og óljós:30 Rétt þykir að gera ráð fyrir því í refsirétti, að hver fullorðinn og heilbrigður einstak- lingur geti af frjálsum vilja ráðið því, hvað hann gerir eða lætur ógert. Hann þarf að eiga þess kost að kynna sér boð og bönn valdhafanna, sem varða þegnana refsiviður- lögum, svo að hann geti lagað sig að kröfum þeirra. Skýr refsilög geta orkað sem sanngjörn og eðlileg viðvörun, en óskýr lög kunna beinlínis að leiða menn í þá gildru að brjóta af sér. Þó að menn átti sig ekki á öllum réttaráhrifum tiltekins refsiákvæðis, gefur skýrt orðalag þess fremur tilefni til að leita ráða hjá löglærðum manni heldur en almennt og óljóst orðalag. Skýr og vel skilgreind verknaðarlýsing eykur líkur á áreiðanlegri lögfræðiráðgjöf og dregur úr hættu á mismunun og geðþóttaákvörðunum í refsivörslukerfinu. (leturbr. höf.) Í riti Gunnars G. Schram, Stjórnskipunaréttur, er í umfjöllun um 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar vikið stuttlega að meginreglunni um skýrleika refsiheim- ilda:31 Ekki er nægilegt að settar séu almennar lagareglur um hvað telst vera refsiverð hátt- semi. Felst því sú krafa í 1. mgr. 69. gr. stjskr. að lýsing á refsiverðri háttsemi verði að vera svo skýr og ótvíræð að ekki geti verið neinum vafa undirorpið hvað átt er við og að ekki sé hægt að túlka skilgreiningu á háttseminni með rýmkandi lögskýringu. Þannig verða borgararnir að vita nákvæmlega hvað átt er við með skilgreiningu á refsiverðri háttsemi svo þeir geti hagað sér í samræmi við það. Í tilvitnuðum texta úr riti Jónatans Þórmundssonar er lýst þeim tveimur grundvallarmarkmiðum sem krafa um skýrleika refsiheimilda er ætlað að ná. Annars vegar að refsiheimild sé ekki það óljós að á skorti að hún veiti borgar- anum sanngjarna og eðlilega viðvörun um að háttsemi hans kunni að vera refsi- næm. Nefna mætti þetta viðvörunarsjónarmiðið. Á þetta sjónarmið virðist einnig lögð megináhersla í riti Gunnars G. Schram eins og tilvitnaður texti hér að ofan ber með sér. Í fyrrnefndu riti Jónatans er hins vegar einnig haft í huga að refsivörslukerfinu er að lögum falið það hlutverk að hafa eftirlit með því hvort borgararnir fremji refsiverð brot og að gera viðhlítandi ráðstafanir ef svo 17 29 Vikið er stuttlega að sjónarmiðum um skýrleika refsiheimilda í riti Páls Sigurðssonar: Fjöl- miðlaréttur, bls. 154, og í ritgerðum Róberts R. Spanó: „Um vansvefta skipastjóra og afladrjúga stýrimenn“, bls. 21 og nmgr. 22 á bls. 25; „Lagareglur um refsiábyrgð opinberra starfsmanna“, bls. 512, og „Verknaðarlýsingar XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi“. Tímarit lögfræðinga. 4. hefti. 52. árg., (2002), bls. 368 og 383. 30 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I, bls. 167. 31 Gunnar G. Schram: Stjórnskipunarréttur, bls. 513-514.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.