Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Síða 21
3.1.4 Norskur réttur
Í norskum rétti hefur meginreglan um skýrleika refsiheimilda hlotið þó
nokkra viðurkenningu í umfjöllun fræðimanna á síðari árum. Úrlausnir í norskri
dómaframkvæmd um beitingu meginreglunnar eru hins vegar fáar og hefur
refsiheimild t.a.m. enn sem komið er ekki verið vikið til hliðar á þessum grund-
velli.
Í þriðju útgáfu ritsins Alminnelig strafferett frá 1989 fjallar Johs. Andenæs
stuttlega um meginregluna um skýrleika refsiheimilda sem hann telur að eigi
stoð í 96. gr. norsku stjórnarskrárinnar.39 Umfjöllun hans miðast einkum við
greiningu á því hvort svokölluð matskennd svigrúmsákvæði40 eða vísireglur
samrýmist kröfum um skýrleika samkvæmt 96. gr. norsku stjórnarskrárinnar,
enda sé dómendum með refsiheimildum af því tagi falið óhóflegt mat um hvort
háttsemi teljist refsinæm eður ei. Vísar hann í þessu efni til bandarísks og þýsks
réttar. Er það niðurstaða hans ekki að sé hægt að útiloka að verknaðarlýsing
verði talin svo rúm og óljós að á skorti að hún fullnægi þeirri grundvallarfor-
sendu stjórnarskrárinnar norsku að það sé löggjafinn sem ákveða skal hverju
sinni hvaða háttsemi telst refsiverð:41
Straffebud af den sidste type harmonerer ikke så godt med den tanke som er kommet
til uttrykk í Grl. § 96. Når loven gir anvisning på en vurdering fra domstolenes side,
vil det jo i realiteten si at den ikke selv trekker opp en skarp grense mellom straffbart
og ikke straffbart, men at den bevisst overlater den nærmere grensedragning til dom-
stolen. Den sikkerhet og beregnelighet som prinsippet „nulle poena sine lege“ skulle
gi, kan bli illusorisk hvis loven selv gir dommerskjønnet det avgjørende ord. I USA
har rettspraksis utformet en lære om at straffebestemmelser som gir borgerne og
domstolene altfor liten veiledning om hvor grensen for det straffbare skal trekkes,
rett og slett kjennes ugyldige. I Vest-Tyskland er det antatt at forfatningens krav om
lovhjemmel for straff (Grunnlovens § 103) stiller krav om en viss bestemthet i gjern-
ingsbeskrivelsen. Hos oss var en påstand i denne retning fremme i en kjent porno-
grafisak for en del år tilbake, men uten å føre frem (R. 1958, s. 479, se især byrett-
ens drøftelse s. 493-494). Men det kan ikke prinsipielt utelukkes at en gjernings-
beskrivelse kan være så vid og utflytende at den ikke oppfyller Grunnlovens for-
utsetning om at det er lovgiveren som skal avgjøre hva som skal være straffbart.
Frá því að tilvitnaður texti í riti Johs. Andenæs kom út hafa norskir fræði-
menn að því er virðist fjallað í nokkuð ríkari mæli um meginregluna um
skýrleika refsiheimilda og þá út frá 96. gr. norsku stjórnarskrárinnar og einnig
21
39 Ákvæði 96. gr. norsku stjórnarskrárinnar er svohljóðandi: „Ingen kan dømmes uden efter lov,
eller straffes uden efter Dom. Pinligt Forhør maa ikke finde Sted“.
40 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I, bls. 242. Fjallað er um matskennd svigrúms-
ákvæði í kafla 3.3.8 í greininni.
41 Johs. Andenæs: Alminnelig strafferett, bls. 113. Sjá hér einnig Johs. Andenæs: Statsforfatn-
ingen i Norge. Universitetsforlaget. 8. útg. Osló (1998), bls. 354-355.