Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 25
25 Ákvæðið mælir fyrir um að tiltekin háttsemi sem er augljóslega skaðleg ríkinu („øjensynlig er skadelig for riket“) sé refsiverð.50 Þá er í ritgerðinni vísað til viðhorfs Lundnefndarinnar (Lundutvalget) sem taldi að 91. gr. norsku hegning- arlaganna væri ekki nægjanlega skýr. Með ákvæðum hennar er lagt bann við því að safna saman upplýsingum til hagsbóta fyrir annað ríki, enda viti sá sem hátt- semina hefur í frammi eða má vita að upplýsingarnar kunni að skaða hagsmuni Noregs (kan skade „Norges interesser“).51 3.1.5 Bandarískur réttur Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur í um 130 ár, eða allt frá dómi réttarins í máli United States gegn Reese52 frá árinu 1875, tekið afstöðu til þess hvort refsi- heimildir fullnægi kröfum stjórnarskrárinnar um skýrleika sem leidd er af meg- inreglunni um due process.53 Í áðurnefndu máli sagði m.a. svo í dómi réttar- ins:54 Laws which prohibit the doing of things, and provide a punishment for their vio- lations, should have no double meaning. A citizen should not unnecessarily be placed where, by an honest error in the construction of a penal statute, he may be subjected to a prosecution ... Every man should be able to know with certainty when he is committing a crime. Inntak og gildissvið meginreglunnar um skýrleika refsiheimilda er talið óljóst í bandarískum rétti enda hefur Hæstiréttur Bandaríkjanna sjaldnast fjallað í úrlausnum sínum með almennum hætti um þann mælikvarða sem lagður er til grundvallar við mat á gildi refsiheimilda að þessu leyti.55 Á síðari tímum hefur verið haldið fram að dómaframkvæmd Hæstaréttar Bandaríkjanna hafi þróast í 50 NOU 1983:57, bls. 116, fyrsti dálkur. Ákvæði 11. gr. norsku laganna um ábyrgð ráðherra (lov om straff for handlinger som påtales ved riksrett – ansvarlighetslov) er svohljóðandi: 1. mgr. „Den der som medlem av Statsrådet på annen måte enn nevnt i denne lovs øvrige bestemmelser ved handling eller undlatelse bevirker eller medvirker til noget som er stridende mot Grunnloven eller rikets lover eller som øiensynlig er skadelig for riket, straffes med bøter eller med hefte eller fengsel inntil 10 år“. 2. mgr. „Med samme straff straffes de medlemmer av Statsrådet, som for- sømmer den dem med hensyn til innkallelse av Stortinget ved Grunnlovens § 39 påliggende plikt. Foreligger der ved denne forsømmelse sådan forbrydelse som nevnt i denne lovs § 15, straffes ved- kommende som der bestemt“. Sjá hér einnig skýrslu nefndar um tillögur til breytinga á norska rík- isréttarfyrirkomulaginu sem afhent var forsætisnefnd Stórþingsins 1. júní 2004 þar sem einnig er vakin athygli á óskýrleika 11. gr. norsku laganna. Rapport til Stortingets presidentskap fra utvalget til å utrede alternativer til riksrettsordningen, Dokument nr. 19 (2003-2004, bls. 33-34). Um verkn- aðarlýsingar íslensku laganna um ráðherraábyrgð nr. 4/1963 verður fjallað í kafla 4 í þessari grein. 51 NOU 2003:18, bls. 74, annar dálkur, sbr. einnig bls. 104, fyrsti dálkur. 52 United States gegn Reese, 92. U.S. 214 (1875). 53 Jónatan Þórmundsson: „Fordæmi sem réttarheimild í enskum og bandarískum rétti“, bls. 371. 54 United States gegn Reese, 92. U.S. 214 (219). 55 Andrew E. Goldsmith: „The Void-for-Vagueness Doctrine in the Supreme Court, Revisited“. American Journal of Criminal Law. 2. tbl. 30. árg. (2003), bls. 280.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.