Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Síða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Síða 32
leitað sér lögfræðiráðgjafar um inntak og gildissvið refsiheimildar, sbr. t.d. ákvörðun mannréttindadómstólsins í máli Rieg gegn Austurríki.74 Þá má telja ljóst að það fer ekki í bága við 7. gr. sáttmálans að skýra matskennt refsiákvæði með hliðsjón af undirbúningsgögnum. Þá kunna jafnvel önnur óæðri fyrirmæli, s.s. stjórnvaldsfyrirmæli, að vera til fyllingar refsiheimild sem annars væri til- tölulega óskýr, sbr. til hliðsjónar ákvörðun dómstólsins í máli Ainsworth gegn Englandi.75 Ljóst er að mat mannréttindadómstólsins á skýrleika refsiheimildar á grund- velli 1. mgr. 7. gr. sáttmálans er verulega atviksbundið. Enda þótt ljóst sé að við- vörunarsjónarmiðið ræður ferðinni beinist athugun dómstólsins raunar fyrst og fremst að því hvort túlkun og beiting refsiheimildarinnar í tilteknu máli hafi verið fyrirsjáanleg fyrir þann sem sakaður er um brot. Mælikvarðinn á fyrirsjá- anleika er því ekki í öllum tilvikum almennur og hlutlægur, þ.e. að matið sé miðað við hvern fullorðinn og heilbrigðan einstakling76 eða venjulegt fólk eins og lagt hefur verið til grundvallar í dómaframkvæmd Hæstaréttar Bandaríkj- anna, sjá kafla 3.1.5 hér að framan. Sem dæmi um þetta má nefna ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Salov gegn Úkraínu. Þar voru atvik þau að S, lögfræðingur og fulltrúi frambjóðanda í forsetakjöri í landi sínu, var sak- felldur fyrir brot á hegningarlögum Úkraínu fyrir að hafa haft áhrif á kosninga- rétt borgaranna. Hélt hann því fram að sakfelling hans byggði á refsiheimild sem fullnægði ekki kröfum 1. mgr. 7. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Um þetta sagði m.a. í ákvörðun dómstólsins um að kæra hans væri ekki tæk til efn- ismeðferðar:77 32 74 Ákvörðun mannréttindadómstólsins um meðferðarhæfi, Rieg gegn Austurríki frá 5. desember 2002, mál nr. 63207/00. Þar hélt R því fram að sektarákvörðun sem hún hlaut fyrir að hafa vanrækt að gera nægjanlega grein fyrir nafni og heimilisfangi ökumanns bifreiðar hennar sem var mæld á of miklum hraða með eftirlitsmyndavél hafi ekki verið fyrirsjáanleg í merkingu 1. mgr. 7. gr. mann- réttindasáttmálans. Um þetta sagði eftirfarandi í ákvörðun dómstólsins þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að kæra hennar væri ekki tæk til efnismeðferðar: „In the present case, section 103 § 2 of the Motor Vehicles Act obliges the registered car owner to provide information on the name and address of the person who was driving the car at a specified time. According to section 134 § 1 of that Act failure to comply with this obligation constitutes an offence. Moreover, the Administrative Court’s case-law established in 1996 and 1997 made it clear that the place of the commission of the offence (namely failure to provide the requested information) was Austria and that, therefore, Austrian law applied. The applicant was therefore in a position to foresee, if need be with appro- priate legal advice, that she was obliged on pain of a fine to provide the required information. Consequently, there is no appearance of a violation of Article 7 of the Convention“. (leturbr. höf.) 75 Sjá umfjöllun um þessa ákvörðun mannréttindadómstólsins hjá Ben Emmerson & Andrew Ashworth: Human Rights and Criminal Justice, bls. 285. Til frekari útlistunar má hér hafa hlið- sjón af umfjöllun Kjartans Bjarna Björgvinssonar: „Verðleikar laganna“, kaflar 5 og 6, um inn- tak og gildissvið skýrleikakröfunnar í hinum sérgreindu lagaáskilnaðarreglum 8.-11. gr. Mannrétt- indasáttmála Evrópu. 76 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I, bls. 167. 77 Ákvörðun mannréttindadómstólsins um meðferðarhæfi, Salov gegn Úkraínu frá 27. apríl 2004, mál nr. 65518/01.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.