Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Page 35
hefðu farið óvarlega með skoteldana. Voru þeir því einnig sýknaður af ákæru að
þessu leyti.
Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms með svohljóðandi forsendum:
Í 1. mgr. 30. gr. laga nr. 46/1977, sem ákærðu er meðal annars gefið að sök að hafa
brotið gegn, er með almennum orðum lögð varúðarskylda á þá, sem fara með skot-
elda, án nánari lýsingar á inntaki þeirrar skyldu. Af þeim sökum og með vísan til for-
sendna héraðsdóms um önnur ákvæði laga nr. 46/1977 og reglugerðar nr. 536/1988
verður ekki fallist á, að þau feli í sér viðhlítandi refsiheimild vegna þeirrar háttsemi,
sem ákærðu er gefið að sök.
Í H 2000 280 (hlutlæg refsiábyrgð skipstjóra) var J ákærður fyrir tollalaga-
brot með því að hafa sem skipstjóri flutningaskipsins H borið ábyrgð á ólög-
mætum innflutningi á áfengi með skipinu, sem eigandi hafði ekki fundist að.
Ekkert var fram komið um að J hefði verið kunnugt um áfengið, er skipið kom
til landsins, og var eingöngu á því byggt af hálfu ákæruvaldsins að J bæri hlut-
læga refsiábyrgð samkvæmt 3. mgr. 123. gr. tollalaga nr. 55/1987, sbr. 124. gr.
sömu laga. Héraðsdómur sakfelldi. Í dómi Hæstaréttar sagði m.a. svo:
Fyrri málsliður 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr. 7.
gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995, hljóðar svo: „Engum verður gert að sæta refs-
ingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum á
þeim tíma þegar hún átti sér stað eða má fullkomlega jafna til slíkrar háttsemi.“
Í fyrri málslið 1. mgr. 7. gr. samnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sbr.
lög nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu, segir svo: „Engan skal telja sekan
um afbrot hafi verknaður sá eða aðgerðaleysi, sem hann er borinn, eigi varðað refs-
ingu að landslögum eða þjóðarétti þá framin voru.“
Framangreindar reglur verða skýrðar svo, að undantekningar frá þeirri meginreglu
refsiréttar að refsiábyrgð verði aðeins byggð á sök brotamanns, verði að vera skýrt
orðaðar í lögum, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar í dómasafni 1995, bls. 3149.
Krafan um skýrleika refsiheimilda, sé henni fullnægt, útiloki þó ekki hlutlæga refsi-
ábyrgð einstaklinga.
Í 3. mgr. 123. gr. tollalaga kemur ekki skýrlega fram, að stjórnandi fars beri hlutlæga
refsiábyrgð, heldur segir þar einungis að ef eigandi vöru verði ekki fundinn beri stjórn-
andinn ábyrgð á brotinu. Í 124. gr. laganna kemur heldur ekki berum orðum fram að
refsiábyrgð geti byggst á hlutlægum grundvelli, heldur segir þar aðeins, að brot gegn
123. gr. varði tilteknum viðurlögum og að sama refsing liggi við því að selja, afhenda,
kaupa eða veita viðtöku vöru, enda viti sá, sem í hlut á, eða megi vita að hún sé ólög-
lega innflutt. Í athugasemdum með frumvarpi því, er varð að tollalögum nr. 55/1987,
segir aðeins um 123.-125. gr. að þær séu samhljóða 60.-62. gr. laga nr. 59/1969 um toll-
heimtu og tolleftirlit, sbr. 1. gr. laga nr. 71/1976 um breyting á 2. mgr. 61. gr. þeirra
laga. Ákvæði 3. mgr. 60. gr. laga nr. 59/1969 var nánast samhljóða 3. mgr. 123. gr. laga
nr. 55/1987. Í skýringum við 3. mgr. 60. gr. í athugasemdum með frumvarpi, er síðar
varð að lögum nr. 59/1969, sagði svo: „Í 3. mgr. er nýmæli. Er þar lögð refsiábyrgð við
aðgerðarleysi af hálfu yfirmanna fara. Þykir eigi rétt að sleppa þeim yfirmönnum við
35