Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Page 36

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Page 36
refsingu, sem láta það viðgangast, að undirmenn þeirra t.d. noti þau rúm í fari, sem þeir hafa umsjón með, til þess að geyma smyglvarning og jafnvel útbúa þar sérstaka felu- staði. Sams konar ákvæði er í norsku tollalögunum.“ Í skýringum við 4. mgr. 60. gr. frumvarpsins, en það ákvæði var sama efnis og 4. mgr. 123. gr. tollalaga nr. 55/1987, sagði á hinn bóginn svo: „Í síðustu málsgrein greinar- innar er lögð áhersla á ábyrgð eiganda vöru, og ef hann finnst ekki, þá á stjórnanda farartækis.“ Sá annmarki er á athugasemdum með frumvarpi því, er síðar varð að lögum nr. 59/1969, að þar hafa væntanlega víxlast skýringar með 3. mgr. og 4. mgr. 60. gr. Voru þessar misvísandi skýringar ekki leiðréttar í frumvarpi því, er síðar varð að tolla- lögum nr. 55/1987. Hvergi kemur heldur berum orðum fram í athugasemdunum að stjórnandi fars beri hlutlæga ábyrgð á broti ef eigandi finnst ekki eða að refsiábyrgð hans sé reist á öðrum grundvelli en annarra. Með vísan til þess, sem að framan segir, verður ekki talið að 3. mgr. 123. gr. tolla- laga feli í sér nægilega skýra refsiheimild til þess að heimilt sé að sakfella ákærða fyrir tollalagabrot, sem ekkert liggur fyrir um að hann hafi átt hlut að. Ber því að sýkna hann af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Í dómi Hæstaréttar 3. apríl 2003, nr. 449/2002, (arnarvarp í Miðhúsaeyjum) var A gefið að sök að hafa haustið 2002 farið annars vegar í hólmann Arnar- stapa, sem er í landi jarðarinnar Miðhúsa í Reykhólahreppi, og rekið þar niður við hreiðurstað arnar þrjá mannhæðarháa staura og hins vegar í Hrísey í landi sömu jarðar og sett þar fjórar tréfjalir yfir syllu við hreiðurstað arnar nyrst í eyj- unni. Einnig var A gefið að sök að hafa sumarið 2001 farið annars vegar í fyrr- greindan hólma, komið þar fyrir tveimur þrífótum úr timbri við hreiðurstað arnar og hins vegar í Hrísey þar sem hann hafi reist háa stöng með flaggi við hreiðurstað arnar á syllu nyrst á eyjunni. Í ákæru var m.a. vísað til 1. mgr., sbr. 2. mgr. 6. gr., sbr. 19. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Héraðsdómur sakfelldi ákærða A fyrir brot á lögum nr. 64/1994 samkvæmt ákæru. Í dómi Hæstaréttar sagði eftirfarandi um ætluð brot ákærða gegn ákvæðum laga nr. 64/1994: Fram kemur í skýrslu Ævars Petersen, fuglafræðings hjá Náttúrufræðistofnun, 21. maí 1999, sem að nokkru var rakin í héraðsdómi, að ernir hafi orpið nokkuð samfellt í Miðhúsaeyjum frá árinu 1959, oftast í Arnarstapa, sem sé mikilvægasti varpstaður í eyjunum, en einnig alloft í Hrísey. Eitt arnaróðal sé í Miðhúsaeyjum og hafi verið lengi. Verpi ernir sitt á hvað í Arnarstapa, Hrísey og Tóbakshólma. Miðhúsaeyjar séu vel þekkt arnarsvæði og þótt ernir hafi ekki orpið nýlega í Arnarstapa hafi ummerki um þá fundist síðast í maí 1999. Arnarstapi sé gamalgróið, hefðbundið arnarsetur. Geti ernir notað sama hreiðurstaðinn áratugum, jafnvel öldum saman, en þeir skipti um setur með óreglulegu millibili. Er nánar getið í skýrslunni um skráð arnarvarp annars vegar í Arnarstapa á árunum 1959 til 1999 og hins vegar í landi Miðhúsa í heild frá árinu 1990 til 1999. Kemur þar fram að ernir hafi orpið þar nokkuð samfellt frá árinu 1959, oftast í Arnarstapa, en síðast sé vitað um arnarvarp þar á árinu 1997. Ráða má af framangreindri skráningu að á þessum árum hafi fáeinir ungar komist 36
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.