Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Síða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Síða 44
64/1994 væri „að þessu leyti of almennt og því ekki nægilega ótvírætt og glöggt“. Um þessa aðferðafræði Hæstaréttar má deila. Ljóst er að nokkur vafi var til staðar um hvorn af ofangreindum tveimur lögskýringarkostum bar að leggja til grundvallar við úrlausn á máli A að virtum atvikum málsins og þeim gögnum um varp í Miðhúsaeyjum sem lágu fyrir dóminum.81 Hæstiréttur hefði átt að fara þá leið í ofangreindu máli að skýra hugtakið lífsvæði dýra þröngri ákvarð- andi skýringu82 í samræmi við viðurkennd lögskýringarsjónarmið í refsirétti.83 Ákvæðið ætti þannig aðeins við um þá staði þar sem örn verpir í raun. Síðan hefði þurft að taka afstöðu til þess hvaða áhrif sú lögskýring hefði á málstað ákæruvaldsins að virtum gögnum málsins, sbr. það sem greinir hér að framan. Ef leggja átti mat á samræmi 2. mgr. 6. gr. laga nr. 64/1994 og meginreglunnar um skýrleika refsiheimilda bar á hinn bóginn að meta hvort ákvæðið hafi veitt venjulegum, sakhæfum einstaklingi nægjanlega og sanngjarna viðvörun um að háttsemi hans bryti gegn ákvæðinu og eftir atvikum einnig hvort skort hafi á hlutlægar viðmiðanir eða áþreifanlegar leiðbeiningar um inntak hinnar refsi- næmu háttsemi þannig að leitt gæti til handahófskenndrar refsivörslu. Hugtakið lífsvæði dýra í 2. mgr. 6. gr. laga nr. 64/1994 var eitt og sér tiltölulega hlutlægt í eðli sínu og raunar ekkert sérstaklega matskennt. Þá fór löggjafinn þá leið í 1. gr. laga nr. 64/1994 að orða sérstaka skilgreiningu um hvað teldist falla innan hugtaksins, þ.e. „svæði sem dýr nota sér til framfærslu og viðkomu eða sem far- leið“. Í ljósi þessa lék ekki vafi á því að viðvörunar og refsivörslusjónarmiða meginreglunnar um skýrleika refsiheimilda, eins og þeim hefur verið lýst hér að framan, var hvors tveggja gætt með því að nota hugtakið lífsvæði dýra í 2. mgr. 6. gr., sbr. einnig 1. gr. laganna. Það er hins vegar annað mál hvort hinir almennt orðuðu verknaðarþættir sömu málsgreinar geta valdið vandkvæðum í þessu sambandi og þá í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar í H 1997 1253 (skoteldar), sjá nú fyrri málsl. 2. mgr. 6. gr. laga nr. 64/1994, sbr. 4. gr. breytingarlaga nr. 94/2004.84 81 Nánar tiltekið má segja að enginn vafi hafi í raun verið á því að undir lífsvæði dýra félli a.m.k. sá staður þar sem örn verpir í raun. Vafi var hins vegar á því hvort þeir staðir sem ernir kunna að verpa á féllu þar einnig undir. 82 Um þrönga ákvarðandi skýringu við túlkun refsilaga, sjá Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I, bls. 237 og 240-241. 83 Segja má að þetta sé afbrigði af lögskýringarsjónarmiðinu in dubio mitius, þ.e. að vafa um heim- færslu til refsiákvæða ber að skýra sakborningi í hag, sjá Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsi- ábyrgð I, bls. 244 og Róbert R. Spanó: „Um tjáningarfrelsið og refsiábyrgð“. Árshátíðarrit Ora- tors (2002), bls. 22-23. Sjá hér einnig dóm héraðsdóms í H 1995 3149 (Bjartsmál). 84 Með lögum nr. 94/2004 var gerð breyting á ákvæði fyrri málsl. 2. mgr. 6. gr. laga nr. 64/1994 vegna dóms Hæstaréttar 3. apríl 2003, sbr. 4. gr. laga nr. 94/2004. Ákvæði fyrri málsl. 2. mgr. 6. gr. laga nr. 64/1994 er nú svohljóðandi: „Ávallt skal gæta fyllstu varkárni og nærgætni gagnvart villtum dýrum og búsvæðum þeirra og forðast óþarfa truflun“. Orðskýring 1. gr. á hinu nýja hug- taki búsvæði er eftirfarandi: „svæði sem villt dýr nota sér til framfærslu og viðkomu, svo sem var- plönd og fæðusvæði, eða sem farleið“. 44
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.