Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Síða 53

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Síða 53
reglunnar um skýrleika refsiheimilda. Af dómaframkvæmd hér á landi verður hins vegar ekki önnur ályktun dregin en að kröfur um skýrleika refsiheimilda hafi til þessa ekki þótt girða fyrir að löggjafinn setji refsiákvæði sem fela í sér vísireglur er veita dómstólum töluvert svigrúm til þess að skilgreina og ákvarða nánar hvað sé refsiverð háttsemi. Slík ákvæði hafa af hálfu fræðimanna verið nefnd matskennd svigrúmsákvæði.103 Sem dæmi um ákvæði af þessu tagi sem á hefur reynt í dómaframkvæmd má nefna 124. gr. almennra hegningarlaga um röskun á grafarhelgi og ósæmilega meðferð á líki, sbr. H 1980 89 (Guðmund- ar- og Geirfinnsmál), H 1987 266 (héraðsdómur) og dóm Hæstaréttar 28. apríl 2005, nr. 510/2004, (líkfundarmál)104 125. gr. hegningarlaga um guðlast, sbr. H 1984 855 (Spegilsmál) og 210. gr. sömu laga um klám, sbr. H 1973 452 (vegg- spjöld), H 1984 855 (Spegilsmál), H 1990 1103 (Stöð 2), H 1998 516 (netsíða), H 1998 969 (myndbandaleiga) og H 2000 4418 (verslunin Taboo). Hér má einnig nefna 1. mgr. 12. gr. laga nr. 34/1944 um þjóðfána Íslendinga og ríkis- skjaldarmerkið, sbr. umfjöllun í kafla 3.3.4 hér að framan. Í fyrsta bindi ritsins Afbrot og refsiábyrgð segir m.a. svo um matskennd svig- rúmsákvæði:105 Strangt tekið fara mörg þessi ákvæði í bága við grundvallarregluna um lögbundnar refsiheimildir. Á hinn bóginn getur verið erfitt að setja fram nákvæmar skilgreiningar um fyrirbæri eins og klám, guðlast, ósæmilega meðferð á líki, óvirðingu við þjóð- fánann o.s.frv. Enn fremur virðist ákveðin söguleg hefð ríkja um sum þessara refsiá- kvæða, en óvíst er, að sú hefð haldi velli gagnvart æ styrkara mannréttindaákvæði. Dómstólar þurfa augljóslega að halda vöku sinni og fara varlega í að sakfella á þessum grundvelli. Í sumum tilvikum leita dómstólar viðmiða utan laganna, með hliðsjón af siðferðilegum eða félagslegum mælikvarða á hverjum tíma um það, hvaða háttsemi sé óréttmæt og því refsiverð (vísireglur). Nefna má hugtök eins og klám, blygðunarsemi, guðlast og ærumeiðingar. Í raun er hér byggt á réttarvitund almenn- ings, eins og dómstólar túlka hana hverju sinni. Það sem einkennir matskennd svigrúmsákvæði er að orðalag þeirra vísar gjarna til siðferðilegra eða félagslegra mælikvarða um hvað telst t.d. „ósæmi- legt“, „óvirðing“ eða „smánun“. Þá kunna einnig að vera notuð hugtök sem eru 103 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I, bls. 171-172 og 242. 104 Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 9. nóvember 2004, nr. s-1177/2004, sem staðfestur var með vísan til forsendna í dómi Hæstaréttar 28. apríl 2005 (líkfundarmál), voru þrír menn ákærðir og sakfelldir fyrir brot á 1. mgr. 124. gr. almennra hegningarlaga fyrir „ósæmilega meðferð á líki [V] með því að hafa … sett líkið í plastpoka, vafið í filtteppi, bundið um það með bandi og límt og komið líkinu fyrir í farangursgeymslu jeppabifreiðar, sem ákærðu höfðu tekið á leigu. … [Ákærðu fóru síðan] á bifreiðinni niður að netagerðarbryggjunni við Strandgötu 1, Neskaupstað, fjarlægðu þar líkið úr farangursgeymslunni, tóku teppið utan af því, bundu kaðli um háls, búk og fætur, festu keðju við háls og bundu gúmmíbobbing við fætur, ákærði [G] stakk líkið með hnífi fimm stungum í háls, brjóstkassa og kvið og þvínæst sökktu ákærðu líkinu í sjóinn við bryggjuna“. 105 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I, bls. 242. 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.