Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Side 54
óáþreifanleg og teygjanleg, s.s. „klám“ eða að „raska grafarhelgi“. Eins og til-
vitnaðar athugasemdir úr riti Jónatans Þórmundssonar bera með sér verða dóm-
stólar að fara mjög varlega við beitingu matskenndra svigrúmsákvæða. Þá
verður einnig að árétta að á löggjafanum hvílir sú skylda að gæta þess við
mótun efnislýsinga í refsiákvæðum að eftir fremsta megni sé leitast við að orða
matskenndar refsiheimildir á þá leið að fullnægt sé skýrleikakröfum byggðum
á viðvörunar- og refsivörslusjónarmiðum. Hér má minna á viðhorf Jørgen Aall
sem rakin eru í kafla 3.1.4 hér að framan.
Við nánari afmörkun á því hvort matskennd svigrúmsákvæði ganga of langt
í þessu efni kann að skipta máli hvort tiltekin ákvæði hafa hlotið umfjöllun í
dómaframkvæmd þar sem dómstólar hafa leitast við að móta nánar inntak slíkra
ákvæða. Þannig geti þeir sem eru í vafa um hvort háttsemi þeirra falli undir mat-
skennt svigrúmsákvæði m.a. leitað sér ráðgjafar lögfræðings, sbr. til hliðsjónar
viðhorf Jónatans Þórmundssonar sem vísað er orðrétt til í kafla 3.1.2 hér að
framan.106
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur lagt á það áherslu að við mat á kröfum
1. mgr. 7. gr. mannréttindasáttmálans til skýrleika refsiheimildar hafi það veru-
lega þýðingu ef fyrir liggja úrlausnir dómstóla þar sem hátternisregla í refsi-
ákvæði er nánar mótuð með lagatúlkun, sbr. til hliðsjónar mál Laukkanen gegn
Finnlandi.107 Dæmi um slíka þróun refsiheimildar í íslenskri dómaframkvæmd
er 210. gr. almennra hegningarlaga um klám. Í ákvæðinu sjálfu er hugtakið
klám notað eitt og sér án nánari útlistunar eða skýrgreiningar á hvað í því felst.
Að teknu tilliti til eðlis þessa hugtaks og dóma Hæstaréttar, H 1997 1253 og H
3. apríl 2003, er vandséð að framsetning og orðalag nefndrar 210. gr. hegning-
arlaga sé eitt og sér með þeim hætti að samrýmist meginreglunni um skýrleika
refsiheimilda. Þeirri spurningu má hins vegar velta upp hvort dómaframkvæmd
um túlkun þessa ákvæðis leiði til þess að skýrleikakröfum 1. mgr. 69. gr. stjórn-
arskrárinnar sé samt sem áður fullnægt.
Hæstiréttur hefur í dómum sínum afmarkað nánar inntak hugtaksins kláms í
210. gr. hegningarlaga, sbr. einkum eftirfarandi forsendur héraðsdóms í H 1990
106 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I, bls. 167.
107 Sjá umfjöllun í kafla 3.1.6. Í ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu um meðferðarhæfi,
Laukkanen gegn Finnlandi frá 1. júní 2004, mál nr. 48910/99, segir m.a. svo: „However clearly
drafted a legal provision may be, in any system of law, including criminal law, there is an inevit-
able element of judicial interpretation. There will always be a need for elucidation of doubtful
points and for adaptation to changing circumstances. Indeed, in … the … Convention States, the
progressive development of the criminal law through judicial law-making is a well entrenched and
necessary part of legal tradition. Article 7 of the Convention cannot be read as outlawing the grad-
ual clarification of the rules of criminal liability through judicial interpretation from case to case,
provided that the resultant development is consistent with the essence of the offence and could rea-
sonably be foreseen“.
54