Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Page 60

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Page 60
frá Alþingi.121 Raunar má halda því fram að með tilliti til þess að lagareglur um ráðherraábyrgð beinist að persónulegri refsiábyrgð ráðherra vegna háttsemi í embættisrekstri þeirra sé með öllu órökrétt að nokkurt framsal lagasetningar- valds eigi sér stað á þessu sviði. 4.4 Efnisreglur laga nr. 4/1963 og meginreglan um skýrleika refsiheimilda Lög nr. 4/1963 um ráðherraábyrgð eru sérlög um refsiábyrgð ráðherra og ganga því framar almennum hegningarlögum. Leiðir þetta meðal annars af 2. mgr. 1. gr. rbl. en þar segir að ákvæði almennra hegningarlaga um brot í opin- beru starfi taki einnig til ráðherra eftir því sem við getur átt. Í 2. gr. rbl. er að finna almennt ákvæði um saknæmisskilyrði samkvæmt lög- unum en þar er áskilið að ráðherra hafi sýnt af sér ásetning eða stórkostlegt hirðuleysi. Samkvæmt 1. mgr. 11. gr. stjórnarskrárinnar er forsetinn ábyrgðar- laus á stjórnarathöfnum og lætur hann ráðherra framkvæma vald sitt eins og segir í 1. mgr. 13. gr. stjórnarskrárinnar. Ákvæði 3. og 4. rbl. fjalla um hvaða ráðherra ber þá lagalega ábyrgð samkvæmt lögunum í þeim tilvikum þegar um embættisathafnir forseta er að ræða. Ákvæði 5. gr. rbl. fjallar síðan um lagalega ábyrgð ráðherra vegna embættisathafna ráðherra í ríkisráði eða á ráðherrafundi, sbr. 16. og 17. gr. stjórnarskrárinnar. Í 6. gr. er að finna reglur um ábyrgð ráð- herra á stjórnarerindum sem gefin eru út í hans nafni og takmarkanir á henni og í 7. gr. er mælt fyrir um ábyrgð ráðherra vegna athafna undirmanns. Í 8.-10. gr. rbl. er fjallað um embættisbrot ráðherra og eru þau greind í þrjá flokka. Í fyrsta lagi fjallar 8. greinin um stjórnarskrárbrot. Í öðru lagi er fjallað um brot gegn öðrum landslögum í 9. gr. og loks er í athugasemdum greinar- gerðar með frumvarpi því er varð að rbl. fjallað um brot gegn 10. gr. laganna undir heildarheitinu brot á góðri ráðsmennsku.122 Nú verða nokkur ákvæði laganna tekin til sérstakrar athugunar og leitað svara við þeirri spurningu hvort þær samrýmist meginreglunni um skýrleika refsiheimilda, sbr. 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar, eins og inntak og gildissvið hennar í íslenskum rétti var afmarkað í kafla 3.3 hér að framan. Í upphafi er rétt að leggja á það áherslu að eins og flestum er kunnugt hefur aldrei reynt á ákvæði rbl. frá 1963 eða ákvæða eldri laganna frá 1904. Ekki er því við neina dóma Landsdóms að styðjast í þessu sambandi. Þá verður einnig að hafa í huga að þróun lagareglna um refsiábyrgð ráðherra í því ríki sem við berum okkur gjarna saman við, og þá sérstaklega á sviði stjórnskipunarréttar, þ.e. í Danmörku, hefur verið með nokkuð öðrum hætti en hér á landi. Þrátt fyrir tilraunir þess efnis á árinu 1939, sem meðal annars leiddu til þess að danska þjóðþingið, Folketinget, samþykkti lög um ráðherraábyrgð sem staðfest voru af 121 Alþt. 1962, A-deild, bls. 167: „Sérstök þörf er á [sérstökum ráðherraábyrgðarlögum] í landi, þar sem rík áherzla er lögð á þá grundvallarreglu, að engum megi refsa, nema hann hafi gerzt sekur um háttsemi, sem refsing er lögð við í lögum“. 122 Alþt. 1962, A-deild, bls. 168. 60
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.