Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Side 65

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Side 65
Í fjórða lagi verður við mat á skýrleika refsiheimilda að afmarka með næg- janlegum hætti mörk meginreglunnar og túlkunar refsilaga. Vafi um hvort tilvik fellur undir verknaðarlýsingu refsiákvæðis er almennt hægt að leysa með hefð- bundnum aðferðum lögskýringarfræðinnar, s.s. með sjónarmiðinu um in dubio mitius, sbr. umfjöllun um dóm Hæstaréttar 3. apríl 2003, nr. 449/2002, (arn- arvarp í Miðhúsaeyjum), sjá kafla 3.3.3. Í þessu sambandi er í greininni einnig vikið að muninum á almennum og sérgreindum óskýrleika refsiheimildar. Nið- urstaða dóms um að refsiheimild fullnægi ekki kröfum um skýrleika refsiheim- ilda þarf ekki ávallt að leiða til þess að niðurstaðan eigi að vera sú að refsiheim- ildinni sé að öllu leyti vikið til hliðar, sjá kafla 3.3.7. Í fimmta lagi verður ráðið af H 2000 280 (hlutlæg refsiábyrgð skipstjóra) að í meginreglunni um skýrleika refsiheimilda felst krafa um að refsiheimild sem felur í sér afbrigðilega tilhögun refsiábyrgðar, t.d. undantekningu frá þeirri meginreglu refsiréttar að mönnum sé aðeins refsað fyrir þær athafnir sem raktar verða til ásetnings þeirra eða gáleysi, verði að vera orðuð með skýrum hætti, sjá kafla 3.3.6. Í sjötta lagi verður ráðið af dómaframkvæmd að Hæstiréttur telji rétt og eðli- legt að horfa til lögskýringargagna, einkum frumvarpa og greinargerða með þeim, við mat á því hvort refsiheimild fullnægi kröfunni um skýrleika refsi- heimilda. Í greininni er rökstutt að gera verði í þessu sambandi greinarmun á hvort refsiheimild sé það almenn og óljós að hún lýsi ekki hlutlægum við- miðum eða á skortir að af henni verði leiddar áþreifanlegar leiðbeiningar um inntak hennar annars vegar eða hvort vafi leiki hins vegar á um hvorn eða hverja af tveimur eða fleiri haldbærum lögskýringarkostum ber að leggja til grund- vallar við túlkun refsiheimildarinnar. Ef um fyrra tilvikið er að ræða er ljóst að athugasemdir í lögskýringargögnum geta vart lagfært þann stjórnskipulega ann- marka sem er á óhóflega almennum og óljósum texta refsiheimildar sem birtist borgurunum og refsivörsluaðilum. Athugun á lögskýringargögnum kann hins vegar að vera nauðsynleg og réttlætanleg aðferð við mat á lögskýringarsjónar- miðum og vægi þeirra og við val á lögskýringarleið við skýringu refsiheimildar sem fullnægir sem slík meginreglunni um skýrleika refsiheimilda, sjá kafla 3.3.6. Í sjöunda lagi er rakið í greininni að af dómaframkvæmd hér á landi verður ekki önnur ályktun dregin en að kröfur um skýrleika refsiheimilda hafi til þessa ekki þótt girða fyrir að löggjafinn setji refsiákvæði sem fela í sér vísireglur er veita dómstólum töluvert svigrúm til þess að skilgreina og ákvarða nánar hvað sé refsiverð háttsemi. Slík ákvæði hafi af hálfu fræðimanna verið nefnd mats- kennd svigrúmsákvæði. Er lagt til grundvallar í greininni að við nánari af- mörkun á því hvort matskennd svigrúmsákvæði gangi of langt í þessu efni kunni að skipta máli hvort tiltekin ákvæði hafa hlotið umfjöllun í dómafram- kvæmd þar sem dómstólar hafi leitast við að móta nánar inntak slíkra ákvæða. Þannig geti þeir sem eru í vafa um hvort háttsemi þeirra falli undir matskennt svigrúmsákvæði m.a. leitað sér ráðgjafar lögfræðings. Sem dæmi um slíka 65
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.