Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Page 74

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Page 74
2 Arnljótur Björnsson: Skaðabótaréttur. 2. útg. Reykjavík 1999, bls. 54 og 97. felld skaðabótaábyrgð vegna tjóns af þeirra völdum, komist þau úr vörslunni. Ekki verður séð af dóminum að til álita hafi komið að skilgreina vörslumann á sama hátt og ákvæði 8. tl. 3. gr. laga um búfjárhald o.fl. skilgreina umráðamann búfjár, sbr. og 3. gr. laga um dýravernd nr. 15/1994, en það hefði væntanlega leitt til þess að B hefði verið ábyrgur fyrir tjóninu en ekki eigendurnir. Enn fremur verður sú ályktun dregin af dóminum að eigandi dýrsins beri sönnunar- byrðina fyrir því að vörslumaðurinn hafi stöðu, sem jafna megi til stöðu sjálf- stæðs verktaka, og beri þar með ábyrgð á tjóni af völdum dýrsins.2 Við skilgreiningu á hugtakinu varsla má almennt hafa til hliðsjónar ákvæði 4. gr. reglugerðar um vörslu búfjár nr. 59/2000, en þar segir: „Varsla telst full- nægjandi þegar unnt er að stöðva alla frjálsa för búfjár inn á ákveðið svæði eða út af því á tilteknum árstíma“. Að öðru leyti verður nánar fjallað um vörslu hér á eftir. Í 3. gr. sömu reglugerðar segir að lausaganga sé það þegar búfé geti gengið á annars manns land í óleyfi. Hér er hugtakið lausaganga notað í víðtæk- ari merkingu og merkir alla frjálsa för dýra hvar sem er. Rétt er að vekja athygli á að við mat á atferli dýra verður að taka tillit til þess að viðbrögð þeirra við áreiti, sem þau skynja iðulega sem hættu, eru mönnum ekki alltaf fyrirsjáanleg. Viðbrögð þeirra stjórnast iðulega af eðlishvöt og geta menn, sem þekkja vel til viðkomandi dýrategundar eða dýra sem í hlut eiga, séð viðbrögð þeirra fyrir, en aðrir ekki. Margt bendir til að dýr skynji ekki umhverfi sitt á sama hátt og menn skynja það sama umhverfi, sjónsvið þeirra er t.d. annað. Viðbrögð dýra við hættu eru mismunandi, sumar tegundir leggja á flótta en aðrar snúast til varnar. Þá eru einstaklingar af sömu tegund mismunandi að upplagi og ekki síður eftir því hvað þeim hefur verið kennt. Hugmynd um að til sé stöðluð mynd af dýrum er því ekki í samræmi við raunveruleikann, jafnvel meðal dýra sömu tegundar. Fyrir fram er þannig útilokað að gera sér grein fyrir hvernig t.d. ókunnugur hundur bregst við hlaupi barn til hans og faðmi hann. Það er hins vegar vel hægt að draga upp mynd af góðum og gegnum dýraeig- anda eða vörslumanni og hvernig hann eigi að haga sér. Í málum á þessu sviði geta oft risið erfið og sérstök vandamál varðandi sönnun. Það er ekki ætlunin að fjalla sérstaklega um þau, að öðru leyti en því sem umfjöllunin kann að gefa tilefni til hverju sinni. Þess var áður getið að á undanförnum árum hefur fækkað mjög settum laga- ákvæðum á þessu sviði hér á landi. Á hinum Norðurlöndunum er þessu ekki svo farið. Í Danmörku gilda enn ákvæði Dönsku Laga frá 1683 auk Hundeloven frá 1969 og Mark- og vejfredsloven frá 1987. Í Noregi giltu ákvæði Norsku Laga um ábyrgð á dýrum allt til 1985 er ákvæði um þau efni voru tekin upp í norsku skaðabótalögin. Þá eru þar í gildi sérlög um búfé, beit og hreindýrarækt og eru þar bótaákvæði. Af þessum sökum eru ekki efni til þess hér að fjalla sérstaklega 74
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.