Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Page 79

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Page 79
voru að jafnaði ógirt, en heyöflunin skipti sköpum varðandi ásetninginn og þar með afkomu fólksins. Nú á dögum kann þetta ákvæði hins vegar að virðast ankannalegt, enda búskaparhættir breyttir og aðrar tegundir gróðurs taldar fullt eins mikilvægar og gras. Önnur svæði en að framan greinir verða að vera afgirt til að ágangur í þau varði bótum. Lögin skilgreina ekki hvað átt er við með orðinu afgirt, en girð- ingin hlýtur að þurfa að vera skepnuheld til að svæðið njóti verndar ákvæðisins. Í reglugerð um girðingar, nr. 748/2002, og reglugerð um vörslu búfjár, nr. 59/2000, eru nákvæm ákvæði um gerð girðinga til að þær geti talist gripaheldar miðað við hinar ýmsu tegundir búfjár. Samsvarandi ákvæði eru einnig um hlið. Fullnægi girðing og hlið skilyrðum þessara reglugerða telst svæðið afgirt og nýtur verndar ákvæðisins. Það er eigandi svæðisins sem ber sönnunarbyrðina fyrir því að girðingin hafi verið skepnuheld. Þá niðurstöðu má m.a. draga af H 2001 1966 sem reifaður verður í kaflanum hér á eftir. Í 35. gr. laga um afréttarmálefni og fjallskil o.fl. segir að farist innsettur fén- aður eða verði fyrir slysi, greiði sá er inn setti eiganda bætur. Hér er átt við búfé sem gengið hefur í lönd manna og verið tekið í vörslu með heimild í 34. gr. sömu laga. Í greinargerð kemur fram að ákvæði þetta byggist á gömlu ákvæði í 33. kafla landsleigubálks Jónsbókar, en þar segir að sá sem setji búfé inn skuli reka það laust „í hús inn, ok leggja hvárki á bast né band; þó at hvert stangi annat, þá er þat í ábyrgð eiganda, en eigi þess er inn setti“. Í greinargerðinni er sérstaklega tekið fram að sá, sem setji búfé annars manns inn, sé ekki ábyrgur þótt það stangi hvert annað til bana.9 Af þessu leiðir að bótaskylda vegna tjóns sem dýr valda öðrum dýrum verður ekki byggð á þessu ákvæði. Nánar verður fjallað um tjón er innsett dýr valda öðrum innsettum dýrum í næsta kafla. Í mæltu máli mun ágangur búfjár í lönd fyrst og fremst merkja beit og mun svo einnig hafa verið í fornu máli. Verður ekki annað séð en að í ákvæði 34. gr. sé byggt á þeim skilningi og markmið þess því að vernda gróður. Tjón á gróðri, hverju nafni sem nefnist, fellur því undir greinina. Ekki er rétt að einskorða tjónið við það að búfé bíti gróður, heldur má og nefna að það bæli hann, róti honum upp eða skemmi á annan hátt.10 Á sama hátt er rétt að fella undir grein- ina tjón sem verður við það að búfé rótar upp útsæði, enda oft mjótt á munum hvað er útsæði og hvað gróður. Annað tjón, er búfé veldur á svæðum sem varin eru af 34. gr., svo sem á öðrum dýrum, fasteignum, munum, þar með töldum girðingum, og mönnum, verður ekki bætt eftir reglu 34. gr. heldur samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttarins. Undantekning er þó tjón á gróðri sem skilinn hefur verið frá girtu landi og er á því, svo sem hey, flatt eða í sætum, kartöflur eða rófur, sem teknar hafa verið upp og breiddar til þerris. Þessir hlutir njóta verndar ákvæðisins. Öðru máli gegnir hins vegar um þau tilvik þegar jarð- 9 Sbr. Alþingistíðindi A, 1968, bls. 314. 10 Sbr. Ólafur Lárusson: tilvitnað rit, bls. 22. 79
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.