Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Síða 81

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Síða 81
bótareglunnar. 3.1 Varsla Samkvæmt 5. gr. laga nr. 103/2002 um búfjárhald o.fl. er sveitarstjórnum heimilt að setja samþykktir um búfjárhald og í þeim má ákveða að búfjárhald sé með öllu bannað í sveitarfélaginu eða takmarkað á tilteknum svæðum innan þess. Í 6. gr. laganna er sveitarstjórnum heimilað að ákveða að skylt sé að hafa búfé í vörslu allt árið eða tiltekinn hluta þess. Vörsluskyldan getur náð yfir allt sveitarfélagið eða afmörkuð svæði innan þess. Sem dæmi um samþykkt af þessu tagi má nefna samþykkt nr. 426/2003 um takmörkun búfjárhalds og bann við lausagöngu búfjár í Reykjavík. Samkvæmt 4. gr. hennar er vörsluskylda á búfé allt árið. Aðrar samþykktir um sama efni eru t.d. nr. 700/2003 um búfjár- hald í Dalvíkurbyggð, en samkvæmt henni er búfjárhald utan lögbýla óheimilt án leyfis sveitarstjórnar. Í samþykktinni er ákvæði um að hross og nautgripi skuli hafa í vörslu allt árið, en sauðfé frá fyrstu göngum til 15. júní. Ekki eru ákvæði um vörslu annars búfjár. Í samþykkt nr. 760/1999 um búfjárhald á Akra- nesi er hins vegar ákvæði sem bannar lausagöngu alls búfjár í landi kaupstað- arins. Ekki er ástæða til að nefna fleiri samþykktir, enda ákvæði þeirra allra keimlík. Þó er rétt að geta samþykktar nr. 182/2000, sem bannar lausagöngu hrossa í Rangárvallahreppi, og samþykktar nr. 426/2003, er bannar lausagöngu stórgripa, hrossa og nautgripa á Austur–Héraði. Þessar samþykktir fjalla ekki um búfjárhald að öðru leyti. Þá eru í 7. gr. laganna um búfjárhald o.fl. ákvæði um vörslu graðpenings, en samkvæmt henni skal halda nautum, 6 mánaða og eldri, og graðhestum, 10 mánaða og eldri, í vörslu allt árið. Hrútar og hafrar skulu vera í vörslu á tíma- bilinu frá 1. nóvember til 1. maí ár hvert og graðpeningur af öðrum búfjárteg- undum skal vera í vörslu allt árið. Í samþykktum um hundahald, sem settar eru samkvæmt heimild í 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, eru ákvæði um vörslu hunda og má sem dæmi nefna samþykkt nr. 52/2002 um hundahald í Reykja- vík. Í henni eru ákvæði um hvernig með hunda skuli farið, hvar þeir mega vera og hvar ekki, hvar þeir mega ganga lausir og annað er lýtur að hundahaldi. Sam- kvæmt 8. gr. samþykktar nr. 360/2001 um hundahald á Akureyri má hundur aldrei ganga laus á almannafæri, heldur vera í fylgd með manni sem hefur fullt vald yfir honum. Þá hafa sum sveitarfélög einnig sett sér samþykktir um katta- hald með heimild í þessari lagagrein. Enn fremur má nefna ákvæði í lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Í lögum þessum og reglugerðum, settum með heimild í þeim, eru ákvæði um hvernig vörslu skuli háttað á dýrum sem leyft er að flytja til landsins og hvernig við skuli brugðist ef koma upp sjúkdómar í dýrum, þ.á m. hvernig vörslu skuli háttað. Loks skal nefnt ákvæði í 56. gr. vegalaga, nr. 45/1994, sem bannar lausa- göngu búfjár á vegsvæðum stofnvega og tengivega þar sem girt er báðum megin. 81
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.