Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Page 82

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Page 82
Hæstiréttur hefur nokkrum sinnum fjallað um álitamál sem risið hafa vegna þess að varsla dýra hefur ekki verið talin með þeim hætti, sem lög eða stjórn- valdsfyrirmæli bjóða, og verða þeir dómar nú reifaðir. H 1976 145 G, 11 ára drengur, var ásamt öðrum börnum í Sædýrasafni þar sem m.a. voru tveir apar í búri til sýnis. Fyrir búrinu var stálnet og voru möskvarnir það stórir að aparnir gátu stungið handleggjunum út um þá. Fyrir framan búrið í 1,05 metra fjarlægð var handrið, 91 cm hátt. Á búrinu var skilti er á stóð: „Varúð-Stranglega bannað að teygja sig yfir handriðið – Dýrin bíta – Fóðrun stranglega bönnuð“. Slys varð með þeim hætti að G teygði vinstri handlegg í átt að búrinu, annar apinn þreif í handlegg G sem missti jafnvægið og fór yfir handriðið að búrinu. G áttaði sig fljótt og ætlaði að draga handlegginn að sér, en apinn beit þá framan af baugfingri vinstri handar. G kannaðist við að hafa lesið aðvörunarskiltið. Í dómi Hæstaréttar segir m.a:. „Þegar virt eru atvik að slysi þessu, er ljóst, að öryggisumbúnaður um apabúrið hefur eigi verið fullnægjandi, einkanlega að því leyti, að of stutt bil var milli búrsins og hand- riðsins, sem áhorfendur stóðu við, sérstaklega ef gætt er möskvastærðarinnar í grind- inni fyrir apabúrinu. Þessi umbúnaður var ekki fullnægjandi samkvæmt 1. mgr. 12. gr. reglugerðar nr. 67/1971 (um dýragarða og sýningar á dýrum), og til hans má að nokkru rekja orsök slyssins. Ber því að leggja fébótaábyrgð á gagnáfrýjanda [Sædýrasafnið] og leysir það hann ekki undan ábyrgð gagnvart aðaláfrýjanda [G], þótt greinilegu varúðarmerki væri komið fyrir á búrinu“. Með óvarkárni sinni var G talinn eiga nokkra sök og varð hann að bera helming tjónsins sjálfur. H 1988 1130 E ók bifreið eftir Þingvallavegi í Mosfellsdal áleiðis til Reykjavíkur. Skammt frá Tjaldanesi varð hestur í eigu G fyrir bifreiðinni og skemmdist hún við áreksturinn. E höfðaði mál á hendur G og krafðist bóta vegna skemmda á bifreiðinni. G var sýknaður með þeim rökstuðningi að E hafi ekið með lágum ljósum, seint í ljósa- skiptum í slæmu skyggni á mesta ökuhraða sem lög leyfa. Hafi hann ekki gætt þeirrar varúðar sem boðin var í 49. gr. þágildandi umferðarlaga nr. 40/1968. Í hér- aðsdómi kemur fram að lögreglan taldi girðinguna, sem hestur G var í, vart gripa- helda. Í dómi Hæstaréttar segir að af lagareglum eða öðrum opinberum fyrirmælum verði eigi séð, að hross eða annar fénaður eigi ekki frjálsa för um þjóðveginn þar sem áreksturinn varð. H 1990 293 A ók bifreið sinni eftir vinstri akrein götu og P ók bifreið eftir þeirri hægri. Skyndi- lega hljóp hundur út á götuna fyrir framan bifreið P er við það dró úr ferð. Í sömu andrá ók A fram úr P og lenti hundurinn á bifreið A sem skemmdist. A krafðist bóta úr hendi E, eiganda hundsins. Byggði A kröfu sína á því að hundurinn hafi gengið laus, en það hafi verið óheimilt samkvæmt ákvæðum reglugerðar um hundahald á Akureyri nr. 295/1987. Í reglugerðinni sé kveðið á um að hundur skuli aldrei ganga laus á almannafæri, heldur vera í fylgd með manni sem hafi fullt vald yfir honum. Fallist var á að E væri bótaskyldur vegna tjóns A með þeim rökum að hundurinn hafi gengið laus fjarri heimili E og hafi hann þar með gerst sekur um brot gegn ákvæðum 82
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.