Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Page 82
Hæstiréttur hefur nokkrum sinnum fjallað um álitamál sem risið hafa vegna
þess að varsla dýra hefur ekki verið talin með þeim hætti, sem lög eða stjórn-
valdsfyrirmæli bjóða, og verða þeir dómar nú reifaðir.
H 1976 145
G, 11 ára drengur, var ásamt öðrum börnum í Sædýrasafni þar sem m.a. voru tveir
apar í búri til sýnis. Fyrir búrinu var stálnet og voru möskvarnir það stórir að aparnir
gátu stungið handleggjunum út um þá. Fyrir framan búrið í 1,05 metra fjarlægð var
handrið, 91 cm hátt. Á búrinu var skilti er á stóð: „Varúð-Stranglega bannað að
teygja sig yfir handriðið – Dýrin bíta – Fóðrun stranglega bönnuð“. Slys varð með
þeim hætti að G teygði vinstri handlegg í átt að búrinu, annar apinn þreif í handlegg
G sem missti jafnvægið og fór yfir handriðið að búrinu. G áttaði sig fljótt og ætlaði
að draga handlegginn að sér, en apinn beit þá framan af baugfingri vinstri handar. G
kannaðist við að hafa lesið aðvörunarskiltið. Í dómi Hæstaréttar segir m.a:. „Þegar
virt eru atvik að slysi þessu, er ljóst, að öryggisumbúnaður um apabúrið hefur eigi
verið fullnægjandi, einkanlega að því leyti, að of stutt bil var milli búrsins og hand-
riðsins, sem áhorfendur stóðu við, sérstaklega ef gætt er möskvastærðarinnar í grind-
inni fyrir apabúrinu. Þessi umbúnaður var ekki fullnægjandi samkvæmt 1. mgr. 12.
gr. reglugerðar nr. 67/1971 (um dýragarða og sýningar á dýrum), og til hans má að
nokkru rekja orsök slyssins. Ber því að leggja fébótaábyrgð á gagnáfrýjanda
[Sædýrasafnið] og leysir það hann ekki undan ábyrgð gagnvart aðaláfrýjanda [G],
þótt greinilegu varúðarmerki væri komið fyrir á búrinu“. Með óvarkárni sinni var G
talinn eiga nokkra sök og varð hann að bera helming tjónsins sjálfur.
H 1988 1130
E ók bifreið eftir Þingvallavegi í Mosfellsdal áleiðis til Reykjavíkur. Skammt frá
Tjaldanesi varð hestur í eigu G fyrir bifreiðinni og skemmdist hún við áreksturinn.
E höfðaði mál á hendur G og krafðist bóta vegna skemmda á bifreiðinni. G var
sýknaður með þeim rökstuðningi að E hafi ekið með lágum ljósum, seint í ljósa-
skiptum í slæmu skyggni á mesta ökuhraða sem lög leyfa. Hafi hann ekki gætt
þeirrar varúðar sem boðin var í 49. gr. þágildandi umferðarlaga nr. 40/1968. Í hér-
aðsdómi kemur fram að lögreglan taldi girðinguna, sem hestur G var í, vart gripa-
helda. Í dómi Hæstaréttar segir að af lagareglum eða öðrum opinberum fyrirmælum
verði eigi séð, að hross eða annar fénaður eigi ekki frjálsa för um þjóðveginn þar
sem áreksturinn varð.
H 1990 293
A ók bifreið sinni eftir vinstri akrein götu og P ók bifreið eftir þeirri hægri. Skyndi-
lega hljóp hundur út á götuna fyrir framan bifreið P er við það dró úr ferð. Í sömu
andrá ók A fram úr P og lenti hundurinn á bifreið A sem skemmdist. A krafðist bóta
úr hendi E, eiganda hundsins. Byggði A kröfu sína á því að hundurinn hafi gengið
laus, en það hafi verið óheimilt samkvæmt ákvæðum reglugerðar um hundahald á
Akureyri nr. 295/1987. Í reglugerðinni sé kveðið á um að hundur skuli aldrei ganga
laus á almannafæri, heldur vera í fylgd með manni sem hafi fullt vald yfir honum.
Fallist var á að E væri bótaskyldur vegna tjóns A með þeim rökum að hundurinn hafi
gengið laus fjarri heimili E og hafi hann þar með gerst sekur um brot gegn ákvæðum
82