Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Side 86

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Side 86
kemst í sveitarfélag þar sem hún er bönnuð? Þótt hér sé talað um búfé gildir hið sama um önnur dýr sem vörsluskylda er á. Hér í upphafi var nefnd sú meginregla að mönnum er ekki skylt að hafa dýr sín í vörslu nema lög eða stjórnvaldsfyrirmæli bjóði það. Þar sem svo hagar til að hvorki lög né stjórnvaldsfyrirmæli bjóða að dýr skuli höfð í vörslu verður eigendum þeirra eða vörslumönnum ekki metið til sakar þótt þau gangi laus og má vísa til ummæla í H 1988 1130 því til stuðnings. Af þessu verður dregin sú ályktun að eigendum búfjár í sveitarfélögum þar sem lausaganga er leyfð verður ekki metið það til sakar þótt búfé þeirra gangi í önnur sveitarfélög þar sem lausaganga er bönnuð. Valdi búféð tjóni þar verður eitthvað meira að koma til en lausagangan ein til að bótaskylda verði felld á eiganda eða vörslumann eftir sakarreglunni. Má hér aftur vísa í H 2001 1966 þessu til stuðnings. Hitt tilvikið er örðugra viðfangs. Að vísu nýtur við ummæla í H 2000 3284 sem vitnað var til hér að framan. Niðurstaða dómsins byggðist á því að varsla hrossanna var ófullnægjandi í sveitarfélagi þar sem lausaganga þeirra var bönnuð og vafi um hvort tjónið varð í því sveitarfélagi eða hinu næsta, þar sem ekki var upplýst hvort hún var bönnuð eða ekki, var ekki látinn ráða úrslitum. Af þessum dómi má álykta að í sveitarfélögum þar sem lausaganga búfjár er bönnuð verði að halda því í vörslu og skipti ekki máli þótt það komist í annað sveitarfélag þar sem lausaganga er leyfð. Ekki er þó víst að þetta yrði alltaf nið- urstaðan og má, e.t.v. meira til gamans, nefna sem dæmi að sauðfé slyppi að vori til úr vörslu í sveitarfélagi þar sem lausaganga þess væri bönnuð. Féð héldi síðan á afrétt og ylli tjóni, nagaði t.d. bifreið ferðafólks. Æði langsótt væri að byggja bótakröfu í þessu tilviki á því að borið hafi að hafa féð í vörslu. Þá verður sú ályktun dregin af þessum dómi, að þar sem á að hafa búfé í vörslu og það sleppur, beri eiganda eða vörslumanni þegar í stað að reyna að hafa upp á því. Einnig virðist mega leggja skyldu á þá að vara vegfarendur og aðra við lausagöngunni, en þetta á þó væntanlega aðeins við ef nægilegt tilefni er til, eins og á stóð þegar hestar sluppu úr vörslu í myrkri í nágrenni fjölfarinna vega, sbr. framanrakta dóma. Þetta sjónarmið kemur og fram í H 1978 186 sem reifaður verður hér á eftir. Þessi skylda að hefja leit að búfénu þegar í stað getur ekki alltaf átt við og gæti þurft að líta til þess hvert það gæti leitað. Þannig er ljóst að ríkari skylda til að hafa upp á því þegar í stað hlýtur að hvíla á þeim, er halda búfé í þéttbýli eða í nágrenni þjóðvega, heldur en þeim er halda það þar sem minni hætta er á að það valdi tjóni, lendi t.d. á bifreiðum. Rétt er hér að geta um ákvæði í 1. mgr. 10. gr. laga nr. 15/1994 um dýra- vernd, en þar segir að strjúki dýr eða sleppi úr haldi skuli eigendur eða umráða- menn þeirra þegar gera ráðstafanir til að handsama þau. Ekki verður séð af framangreindum dómum að málsástæður byggðar á þessu ákvæði hafi verið hafðar uppi í málunum. Það væri hins vegar hægt að byggja á þessu almenna ákvæði og halda því fram að sök dýraeigandans væri sú að hafa ekki þegar gert gangskör að því að hafa upp á dýrum sem hafa sloppið úr vörslu. Hvíli sérstök vörsluskylda á dýrum, svo sem graðpeningi, yrði það metið 86
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.