Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Qupperneq 87
eiganda eða vörslumanni til sakar að gera ekki þegar í stað gangskör að því að
handsama dýr sem hafa sloppið úr vörslu, hver svo heimild til lausagöngu
búfjár er á viðkomandi svæði. Jafnvel þótt varsla graðpeningsins hafi verið full-
nægjandi þannig að eiganda eða vörslumanni verði ekki kennt um að hann
sleppur, þá yrði það metið honum til sakar hafi hann ekki þegar í stað reynt að
hafa upp á honum eftir að hann kemst að strokinu. Aðalrökin fyrir því að halda
graðpeningi í vörslu, og þar með rökin fyrir því að gera eigi þegar ráðstafanir
til að hafa upp á dýrum sem hafa sloppið, eru þau að ógelt karldýr eru líkleg til
að sækja í kvendýr af sömu tegund, sem fengið geta fang við þeim, án þess að
til sé ætlast. Það gæti truflað kynbótastarf eigenda kvendýra, en mikilvægt er
fyrir þá að geta ráðið við hvaða karldýrum kvendýr þeirra fá.
Í 1. mgr. 7. gr. laga um búfjárhald o.fl. er kveðið á um að naut og stóðhesta
skuli hafa í vörslu eftir að tilteknum aldri er náð og hrúta og hafra á tilteknum
tíma ársins. Eigendur eða vörslumenn eiga við þessi tímamörk að gera ráðstaf-
anir til að koma dýrunum í vörslu og yrði það metið þeim til sakar að gera það
ekki. Þeir vita manna best hvenær naut og stóðhestar ná tilskyldum aldri og eiga
að geta gert ráðstafanir í tíma til að koma þeim í vörslu. Týnist ógelt karldýr af
þessum tegundum og finnist það ekki verður það vart metið eiganda eða vörslu-
manni til sakar, svo fremi að hann hafi gert eðlilegar ráðstafanir til að hafa upp
á dýrinu, þ.e. leitað að því og spurst fyrir um það. Hversu víðtæk leitin þarf að
vera til að fría hann ábyrgð gæti farið eftir árstíma og landfræðilegum
aðstæðum á hverjum stað. Það yrðu t.d. gerðar ríkari kröfur um leit á fengitíma
en utan hans. Sama á við ef dýrið á auðvelda för í landareignir annarra heldur
en ef það sleppur á svæði þar sem t.d. jökulár eða aðrar álíka náttúrulegar hindr-
anir hefta för þess. Það er eigandi eða vörslumaður sem ber sönnunarbyrðina
fyrir því að hann hafi á fullnægjandi hátt reynt að hafa upp á dýrinu.
Sömu sjónarmið, og að framan voru rakin um graðpening, eiga við viti eig-
andi eða vörslumaður um hættulega eiginleika dýrs, þótt ekki sé um graðpen-
ing að ræða. Það yrði talið saknæmt að láta slíkt dýr ganga laust þannig að
öðrum sé hætta búin af því. Einkum væri þó um að ræða dýr sem er hættulegt
mönnum, svo sem grimmur hundur.
Hér að framan var fjallað um 35. gr. laga nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjall-
skil o.fl. og hvernig fari með ábyrgð á búpeningi sem tjónþoli setur inn vegna
ágangs, sbr. 34. gr. laganna. Í lögum um dýravernd, nr. 15/1994, og lögum um
búfjárhald o.fl., nr. 103/2002, eru hins vegar ákvæði um heimildir yfirvalda til að
taka dýr af eiganda eða vörslumanni og setja í vörslu. Í 1. mgr. 10. gr. dýravernd-
arlaga er heimild handa lögreglu til að taka strokudýr í sína vörslu og er ótvírætt
að ábyrgð á tjóni, er strokudýrið kann að valda, færist frá eiganda þess yfir til lög-
reglunnar meðan hún hefur það í vörslu sinni, svo fremi að bótaskylda sé fyrir
hendi, eins og um var fjallað hér að framan. Lögreglan á ekki eingöngu að vista
dýr með þeim hætti að þau geti ekki sloppið, það verður einnig að gæta þess að
vista ekki saman dýr sem geta skaðað hvert annað. Það yrði t.d. vart metið til
sakar þótt fjárhópur væri vistaður saman í rétt, en öðru máli gæti gengt um hunda
87