Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Qupperneq 87

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Qupperneq 87
eiganda eða vörslumanni til sakar að gera ekki þegar í stað gangskör að því að handsama dýr sem hafa sloppið úr vörslu, hver svo heimild til lausagöngu búfjár er á viðkomandi svæði. Jafnvel þótt varsla graðpeningsins hafi verið full- nægjandi þannig að eiganda eða vörslumanni verði ekki kennt um að hann sleppur, þá yrði það metið honum til sakar hafi hann ekki þegar í stað reynt að hafa upp á honum eftir að hann kemst að strokinu. Aðalrökin fyrir því að halda graðpeningi í vörslu, og þar með rökin fyrir því að gera eigi þegar ráðstafanir til að hafa upp á dýrum sem hafa sloppið, eru þau að ógelt karldýr eru líkleg til að sækja í kvendýr af sömu tegund, sem fengið geta fang við þeim, án þess að til sé ætlast. Það gæti truflað kynbótastarf eigenda kvendýra, en mikilvægt er fyrir þá að geta ráðið við hvaða karldýrum kvendýr þeirra fá. Í 1. mgr. 7. gr. laga um búfjárhald o.fl. er kveðið á um að naut og stóðhesta skuli hafa í vörslu eftir að tilteknum aldri er náð og hrúta og hafra á tilteknum tíma ársins. Eigendur eða vörslumenn eiga við þessi tímamörk að gera ráðstaf- anir til að koma dýrunum í vörslu og yrði það metið þeim til sakar að gera það ekki. Þeir vita manna best hvenær naut og stóðhestar ná tilskyldum aldri og eiga að geta gert ráðstafanir í tíma til að koma þeim í vörslu. Týnist ógelt karldýr af þessum tegundum og finnist það ekki verður það vart metið eiganda eða vörslu- manni til sakar, svo fremi að hann hafi gert eðlilegar ráðstafanir til að hafa upp á dýrinu, þ.e. leitað að því og spurst fyrir um það. Hversu víðtæk leitin þarf að vera til að fría hann ábyrgð gæti farið eftir árstíma og landfræðilegum aðstæðum á hverjum stað. Það yrðu t.d. gerðar ríkari kröfur um leit á fengitíma en utan hans. Sama á við ef dýrið á auðvelda för í landareignir annarra heldur en ef það sleppur á svæði þar sem t.d. jökulár eða aðrar álíka náttúrulegar hindr- anir hefta för þess. Það er eigandi eða vörslumaður sem ber sönnunarbyrðina fyrir því að hann hafi á fullnægjandi hátt reynt að hafa upp á dýrinu. Sömu sjónarmið, og að framan voru rakin um graðpening, eiga við viti eig- andi eða vörslumaður um hættulega eiginleika dýrs, þótt ekki sé um graðpen- ing að ræða. Það yrði talið saknæmt að láta slíkt dýr ganga laust þannig að öðrum sé hætta búin af því. Einkum væri þó um að ræða dýr sem er hættulegt mönnum, svo sem grimmur hundur. Hér að framan var fjallað um 35. gr. laga nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjall- skil o.fl. og hvernig fari með ábyrgð á búpeningi sem tjónþoli setur inn vegna ágangs, sbr. 34. gr. laganna. Í lögum um dýravernd, nr. 15/1994, og lögum um búfjárhald o.fl., nr. 103/2002, eru hins vegar ákvæði um heimildir yfirvalda til að taka dýr af eiganda eða vörslumanni og setja í vörslu. Í 1. mgr. 10. gr. dýravernd- arlaga er heimild handa lögreglu til að taka strokudýr í sína vörslu og er ótvírætt að ábyrgð á tjóni, er strokudýrið kann að valda, færist frá eiganda þess yfir til lög- reglunnar meðan hún hefur það í vörslu sinni, svo fremi að bótaskylda sé fyrir hendi, eins og um var fjallað hér að framan. Lögreglan á ekki eingöngu að vista dýr með þeim hætti að þau geti ekki sloppið, það verður einnig að gæta þess að vista ekki saman dýr sem geta skaðað hvert annað. Það yrði t.d. vart metið til sakar þótt fjárhópur væri vistaður saman í rétt, en öðru máli gæti gengt um hunda 87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.