Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Qupperneq 103
skránni. Um þetta þarf ekki að hafa mörg orð. Í kvótamálinu fyrra var stjórn-
valdsákvörðun felld úr gildi vegna þess að lagaheimildin sem hún átti stoð í
samrýmdist ekki stjórnarskránni. Það var hins vegar óumdeilt að ákvörðunin
átti stoð í lögum.9 Dæmin eru miklu fleiri. Málin þar sem ekki reynir á stjórn-
arskrána heldur aðeins á lagastoð stjórnvaldsákvörðunar eru sömuleiðis fjölda-
mörg. T.d. má nefna að í skipulagsmáli frá 2001, sem verður fjallað nánar um
hér að neðan, var byggingarleyfi byggt á undantekningarákvæði sem talið var
að ekki hefði mátt beita í viðkomandi tilviki.10 Annað dæmi er dómur Hæsta-
réttar í prófessoramálinu svokallaða,11 þar sem ákvörðun um að telja kennslu
prófessora við viðskiptadeild Háskóla Íslands við MBA nám falla utan marka
aðalstarfs þeirra, þótti eiga stoð í lögum nr. 41/1999 um Háskóla Íslands.
Þessu tengt er að dómstólar dæma um það hvort lagatúlkun stjórnvalda
standist. Um þetta hefur heldur ekki staðið sérstakur styrr þó að vel megi halda
því fram, sérstaklega þegar löggjafinn hefur falið stjórnvöldum fullnaðarúr-
skurðarvald, að það hafi verið ætlun hans að lagatúlkunin væri í höndum stjórn-
valda. Skýrt nýlegt dæmi um þetta er H 1999 4247 (landmælingadómur) þar
sem var dæmt um brottvikningu ríkisstarfsmanns. Þar hafði umhverfisráðherra
byggt á því að beita mætti ákvæði 3. mgr. 26. gr. starfsmannalaga, um það
hvenær veita megi embættismönnum sem hafa fjárreiður og bókhald með
höndum lausn um stundarsakir, um forstöðumann ríkisstofnunar. Forstöðumað-
urinn hélt því hins vegar fram að þetta ákvæði ætti aðeins við um þá starfsmenn
sem störfuðu beinlínis við bókhald og fjárreiður stofnunar. Héraðsdómur vísaði
til þess að forstjóri færi með yfirstjórn á þessum sviðum og hefði að meira eða
minna leyti boðvald gagnvart starfsmönnum sem ynnu beinlínis við fjárreiður
og bókhald. Því mátti víkja honum úr starfi á grundvelli þessa ákvæðis. Þetta
staðfesti Hæstiréttur með tilvísun til forsendna héraðsdóms. Þarna var beinlínis
dæmt um hvernig túlka bæri tiltekið lagaákvæði. Dæmin eru fleiri.
Sum mál, þar sem dómstólar endurskoða stjórnvaldsákvarðanir, eru ekki
„dýpri“, ef svo má segja, heldur en þetta. Í þeim reynir á hvort ákvörðun hafi
verið tekin og hvers efnis hún sé og lögmætisregluna í víðasta skilningi, þ.m.t.
hvort ákvörðunin og lagastoðin séu í samræmi við stjórnarskrána. Sömuleiðis
er dæmt um það hvort lagatúlkun stjórnvalda standist og hvort málsmeðferðar-
reglur og almennar reglur stjórnsýsluréttarins hafi verið virtar.
Í mörgum tilvikum liggur hins vegar meira að baki ákvörðun en þetta. Hvort
svo er, er metið af dómstólum því að þeir meta hvort og að hve miklu leyti laga-
heimild veitir stjórnvöldum heimild til mats í einstökum tilvikum.12 Hér má t.d.
nefna að í H 2001 2917, sem áður var nefndur, var deilt um það m.a., hvort
103
9 H 1998 4076.
10 H 2001 2917.
11 H 2002 2855.
12 Sama á við í Danmörku, sbr. Jon Andersen: „Domstolsprøvelse“. Forvaltningsret. 2. útg.
2002, bls. 826-828.