Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Side 105

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Side 105
Dómstólar dæma líka hiklaust um það hvort tekið hafi verið tillit til þeirra sjónarmiða sem ber að taka tillit til samkvæmt lögum eða öðru. Verði m.ö.o. ráðið af lögum, reglugerðum, lögskýringargögnum eða öðru að tiltekin sjón- armið eigi að koma inn í matið, þá er metið hvort þau hafi gert það. Þetta er algerlega eðlilegt út frá meginreglunni um lögbundna stjórnsýslu. Í prófessor- amálinu, H 2002 2855, sagði Hæstiréttur að kjaranefnd bæri: sem úrskurðaraðila á stjórnsýslustigi að miða mat sitt við þann grunn, sem viðeig- andi starfsemi er búinn samkvæmt lögum og reglum … og taka tillit til sjónarmiða, sem fram hafa verið sett með vísan til þeirra.17 Því var talið að ekki yrði litið fram hjá sjálfstæði Háskóla Íslands og víð- tækra heimilda sem stjórn hans hefði varðandi skipulag og framkvæmd end- urmenntunarnáms. Úrskurðir kjaranefndar um að störf prófessora við kennslu MBA-nema skyldu teljast hluti af aðalstarfi þeirra voru því felldir úr gildi. H 1996 3962 er annað gott dæmi um þetta. Þar var deilt um lyfsöluleyfi Lyfju í Lágmúla og lyfjabúðar í Skipholti en fyrir var í hverfinu gamalgróið apótek. Lyfsöluleyfishafinn þar krafðist þess að nýju leyfin yrðu felld úr gildi. Í lyfja- lögum stóð að umsóknir um ný lyfsöluleyfi skyldu send sveitarstjórn til umsagnar og að: „Við mat umsóknar sk[u]l[i] m.a. stuðst við íbúafjölda að baki lyfjabúðinni og fjarlægð hennar frá næstu lyfjabúð“.18 Borgarstjórn hafði mælt með leyfisveitingunni á þeim forsendum að lyfjabúðir á þessum stöðum samrýmdust skipulagi og að mannfjöldi í Reykjavík bæri fleiri apótek. Deilan snerist um það hvort þessara sjónarmiða hefði þar með verið gætt. Meirihlut- inn taldi ekki nógu ljóst af lögskýringargögnum hvaða sjónarmið það væru sem þetta ákvæði lyfjalaga vísaði til og féllst á að þeirra hefði verið gætt. Einn dómari skilaði sératkvæði og taldi, af samhengi lyfjalaga við eldri lög, að túlka ætti ákvæðið öðruvísi en meirihlutinn gerði og að þeirra hefði ekki verið nægilega gætt við matið.19 Bæði meiri- og minnihlutinn dæmdu um það hvort tekið hefði verið tillit til þeirra sjónarmiða sem skylt var að leggja til grund- vallar matinu. Almennt er það meginregla í stjórnsýslurétti að stjórnvöld ráði því hvaða vægi þau málefnalegu sjónarmið hafa sem liggja til grundvallar mati.20 Það má segja að í þessu – því að ákveða vægi málefnalegra sjónarmiða – felist hið raunverulega mat. Þessi meginregla hlýtur að fela í sér að almennt sé ekki hróflað við þessum þætti í mati stjórnvalda.21 Frá meginreglunni um að stjórn- völd ráði vægi sjónarmiða eru hins vegar undantekningar þegar lög mæla svo 17 H 2002 2855. 18 3. mgr. 20. gr. lyfjalaga nr. 93/1994. 19 Sjá sératkvæði Hjartar Torfasonar, bls. 3963. 20 Sjá t.d. Starfsskilyrði stjórnvalda, bls. 40. 21 Sama staða er uppi í Danmörku að þessu leyti, sjá Jon Andersen: „Domstolsprøvelse“. For- valtningsret. 2. útg. 2002, bls. 831. 105
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.