Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Page 109

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Page 109
arheimildum dómstólanna þegar um er að ræða mjög matskennd skilyrði, t.d. um almannaheill. Þar hins vegar erum við að tala um eðlisólíkt mál. Þingið er kosið beint og hefur þannig skýrt lýðræðislegt umboð til að taka ákvarðanir. Ef það gerir eintóm axarsköft þá eru dagar viðkomandi meirihluta taldir; það koma kosningar. Þessi lýðræðisþáttur á sér ekki hliðstæðu þegar framkvæmd- arvaldshafar taka einstakar stjórnvaldsákvarðanir. Þeir eru ekki kjörnir eins og menn vita. Vissulega felur þingræðið í sér ákveðinn hemil á því hvernig fram- kvæmdarvaldinu verður beitt en hann er ósköp fjarlægur. Alþingi hefur ýmis lagaleg ráð til að hafa eftirlit með stjórnsýslunni og getur, undir ákveðnum kringumstæðum, gefið henni fyrirmæli en þessi úrræði henta ekki vel fyrir einstök mál. Það er því ekki sama ástæða fyrir dómstóla til þess að halda sig til hlés þegar þeir dæma um gildi stjórnvaldsákvarðana, þótt þær séu mat- skenndar, og um mjög matskennd atriði sem snerta stjórnskipulegt gildi laga. Það standa þannig hvorki lýðræðisrök né í raun rök tengd þrískiptingu rík- isvaldsins til þess að dómstólar haldi sig sérstaklega til hlés í þessum efnum. Réttaröryggissjónarmið benda sömuleiðis klárlega í þá átt að dómstólar eigi að endurskoða ákvarðanir stjórnvalda án takmarkana. Sérþekking gæti hins vegar bent í hina áttina. Það má vel rökstyðja, að sé ákvörðun sérhæfð og tæknileg eigi dómstólar að láta staðar numið þegar þeir hafa athugað það sem talið var upp hér að ofan. Stjórnarskráin tekur ekki af skarið, í hvora áttina sem er. Ofangreindar kenningar um takmarkað endurskoðunarvald voru byggðar á 60. gr. stjórnar- skrárinnar, sem felur dómstólum að dæma um embættistakmörk yfirvalda. Túlkun 60. gr. og saga hennar er flókin og verður ekki rakin frekar hér, heldur aðeins vísað í áður tilvitnuð rit Eiríks Tómassonar og Ólafs Jóhannesar Ein- arssonar. Hér skal hinsvegar lögð áhersla á að þegar 70. gr. stjórnarskrárinnar, um aðgang að dómstólum, var sett 1995, kom fram í greinargerð að þess yrði krafist samkvæmt meginreglu 70. gr., að: … unnt [væri] að bera lokaákvörðun innan stjórnsýslunnar undir dómstóla, þannig að dómstóll geti a.m.k. metið hvort stjórnvaldið hafi gætt réttra reglna um málsmeð- ferð, hvort lögmæt sjónarmið [liggi] ákvörðuninni til grundvallar og hvort form hennar [sé] lögmætt. Má einnig leiða þennan rétt af núgildandi 60. gr. stjskr.33 Þannig vísuðu lögskýringargögn við 70. gr. stjórnarskrárinnar beinlínis til þeirra fræðikenninga sem þá voru efstar á baugi um það hvernig dómstólar færu að við endurskoðun matskenndra stjórnvaldsákvarðana og ákvarðana þar sem stjórnvöldum hefur verið falið fullnaðarúrskurðarvald, og gengu út frá þeim kenningum, eða þágildandi réttarástandi, sem lágmarki. Ég hef efa- semdir um að lögskýringargögn geti takmarkað verulega þá vernd sem orðum 109 33 Alþingistíðindi, A-deild, 1994-1995, bls. 2097.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.