Fréttablaðið - 25.02.2023, Page 35

Fréttablaðið - 25.02.2023, Page 35
Viltu taka þátt í að breyta mannvirkjagerð til framtíðar? Laus störf hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun HMS leggur áherslu á að efla rannsóknarumhverfi og nýsköpun byggingariðnaðarins, stafrænar lausnir í eftirliti og vistvæna mannvirkjagerð. Svið mannvirkja og sjálfbærni er nýtt, öflugt svið innan HMS sem vill stuðla að auknum gæðum og sjálfbærni innan mannvirkjageirans með rekjanleika og fræðslu. Við vinnum í spennandi starfsumhverfi til að hafa jákvæð áhrif á mannvirkjageirann og samfélagið okkar. hms.isBorgartúni 21, 105 Reykjavík - Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki - Hafnarstræti 107, 600 Akureyri Umsóknarfrestur er til 27. febrúar 2023 Sjá nánari upplýsingar um störfin og kröfur um þekkingu og hæfni á hagvangur.is eða starfatorg.is Sótt er um á hagvangur.is Nánari upplýsingar veitir Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri mannvirkja og sjálfbærni, thora.thorgeirsdottir@hms.is Við leitum að skapandi einstaklingi sem er m.a. með menntun eða starfsreynslu sem nýtist í starfi, svo sem á sviði félagssálfræði, menntavísinda eða breytingastjórnunar. Meðal verkefna er öflugt samtal og samstarf við menntastofnanir, fagfélög, fagaðila og aðra hagaðila m.a. um fræðsluþörf innan mannvirkjageirans og hvernig hægt sé að mæta henni með fjölbreyttum og markvissum hætti. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem er m.a. með háskólamenntun á sviði mannvirkjagerðar og reynslu við mannvirkjahönnun eða -framkvæmdir. Meðal verkefna er að móta lausnir til að safna upplýsingum um helstu byggingargalla og koma á fót forvarnarstarfi í þeim efnum. Einnig að efla og stýra útgáfu Rb-blaða. Styðja við bætta notkun og meðferð byggingarvara Vinna að einföldun regluverks Efla fræðslu og þekkingarnet innan iðnaðarins Ná yfirsýn yfir byggingargalla og stuðla að rannsóknum til að draga úr þeim Við leitum að kröftugum einstaklingi sem er m.a. með háskólamenntun sem nýtist í starfi og reynslu við mannvirkjahönnun eða -framkvæmdir. Meðal verkefna er markaðseftirlit með byggingarvörum, fræðsla, fjölbreytt samskipti við hagaðila, aðkoma að endurskoðun regluverks og erlent samstarf. Við leitum bæði að lögfræðingi og sérfræðingi sem er m.a. með háskólamenntun á sviði mannvirkjagerðar. Meðal verkefna þeirra er fjölbreytt og lifandi vinna við þróun regluverks og gerð leiðbeininga á sviði mannvirkjagerðar í samstarfi við ólíka hagaðila. Við ætlum að:

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.