Fréttablaðið - 25.02.2023, Side 64
frettabladid.is
550 5000
RITSTJÓRN
ritstjorn@frettabladid.is
AUGLÝSINGADEILD
auglysingar@frettabladid.is
PRENTUN & DREIFING
Torg ehf.
2022 - 2025
Óttars
Guðmundssonar
BAKÞANKAR |
Sparaðu
tímann
og gerðu
einfaldari
innkaup á
netto.is
Nýlega bárust fréttir frá Noregi
að frægt málverk af Leifi Eiríks-
syni, landkönnuði og sjóhetju,
hefði verið tekið niður af veggjum
Listasafnsins í Osló. Myndin þótti
rasísk og ýta undir þjóðernishyggju
Norðmanna. Íslendingar munu
væntanlega fylgja þessu fordæmi
eftir og taka niður styttuna af Leifi
á Skólavörðuholti í nafni mann-
úðar og fjölmenningar. Styttan af
Þorfinni karlsefni við Laugarásbíó
fer vonandi sömu leið í brotajárn.
Eiginkona hans Guðríður Þor-
bjarnardóttir var þekktur rasisti
sem sagðist hafa eignast fyrsta hvíta
barnið í Ameríku.
Þetta eru þó ekki einu dæmin
um pólitíska ranghugsun Íslend-
ingasagna. Ingólfur Arnarson og
Hjörleifur félagi hans voru þræla-
haldarar og ofbeldismenn. Erlendir
farandverkamenn mótmæltu
töxtum og aðbúnaði láglauna-
fólks og urðu Hjörleifi að bana í
verkfallsaðgerðum. Ingólfur drap
á móti alla verkfallsmenn úti í Vest-
mannaeyjum. Þetta er góð ástæða
til að fella styttuna af Ingólfi á
Arnarhóli og breyta Ingólfsstræti í
Dufþakursgötu í höfuðið á foringja
verkamanna. Egill afi minn drap
húskarla sína eftir að þeir höfðu
hjálpað honum að fela silfrið. Nú
verður að að eyðileggja styttuna
Sonartorrek að Borg á Mýrum.
Þrælarnir Kolbakur í Fóstbræðra-
sögu og Melkólfur í Njálu voru
báðir misnotaðir kynferðislega af
kvenhetjum sagnanna. Gunnar á
Hlíðarenda beitti heimilisofbeldi
þó að það væri ekki illa meint.
Sögurnar skal endurrita í takt við
tíðarandann. Margir okkar bestu
rithöfunda og sjónvarpsmanna eru
sómamenn sem stunda pólitíska
rétthugsun. Þeir geta skrifað nýja
Brennu-Njálssögu, geislandi af
manngæsku og fjölbreyttum
mannræktarsjónarmiðum. n
Ný söguskoðun
Nýtt
HÄGGMISPEL
veggskreyting
2.790,-/stk.
©
Inter IKEA System
s B.V. 2023
Verslun opin 11-20 alla daga ̵ IKEA.is
SVARTKLINT
sængurverasett
B150�L200 cm
3.990,-
VIKHAMMER náttborð
11.950,-
LUKTJASMIN
sængurverasett
B150�L200 cm
6.690,-
Bless hversdagsleiki
̵ halló nýir litir
N Ó I S Í R Í U S