Fréttablaðið - 04.03.2023, Qupperneq 13
Þar kom
sannarlega
við sögu
Skúli Egg-
ert Þórðar-
son, sá
hinn sami
og nú hefur
samið
einhvers
konar hvít-
þvottar-
skýrslu
fyrir Bjarna
Benedikts-
son um
Lindar-
hvols-
málið.
Eftir áralangt þóf og sérhagsmuna-
gæslu íslenskra stjórnmálaflokka
tókst loksins árið 2006 að setja ný
lög um aukið gegnsæi og heilbrigð-
ari fjárreiður þeirra. Ísland var þá
orðið heldur vandræðaleg eftirlegu-
kind í allri Evrópu í þeim efnum.
Við þetta tækifæri lýsti Geir H.
Haarde, þáverandi formaður Sjálf-
stæðisf lokksins og forsætisráð-
herra, ánægju sinni með árangurinn
á blaðamannafundi síðla árs 2006.
Spurður sérstaklega um fjármál
Sjálfstæðisf lokksins sagði hann
harla hróðugur: „Við höfum ekki
neitt að fela í þessu og höfum aldrei
haft.“
Eftir hrunið 2008 birtust m.a.
gögn um framlög til stjórnmála-
f lokkanna, líka þeirra sem höfðu
ekkert að fela. Í ljós kom að FL-
Group og Landsbankinn höfðu sam-
anlagt rennt 55 milljónum króna
inn í sjóði Sjálfstæðisflokksins. Af
þessu varð mikið fár og hneyksli,
svo mjög að nýkjörinn ungur for-
maður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni
Benediktsson, lofaði að skila pen-
ingunum aftur.
Með loforði sínu viðurkenndi
Bjarni að umrædd framlög til
f lokksins væru „skítug“ eða mútur
eins og það heitir á mannamáli. Og
ekki vildi Sjálfstæðisf lokkurinn
vera mútuþægur.
Árin liðu og 2022 var Bjarni Bene-
diktsson í nauðvörn, þá orðinn fjár-
málaráðherra að eilífu og valdamesti
maður landsins. Hann þurfti að verj-
ast óvinum sem sökuðu hann um að
selja föður sínum, vinum og inn-
herjum hluti ríkisins í Íslandsbanka.
Nú síðast heldur umboðsmaður
Alþingis áfram að kvelja Bjarna með
nærgöngulum spurningum um hæfi
hans til að koma nálægt kaupum
föður síns á hlutum í Íslandsbanka.
Ríkisendurskoðanda hafði „sést yfir“
að nefna þetta atriði í skýrslunni sem
Bjarni bað sjálfur um.
Kannski var þessum „óvinum“
vorkunn. Nafn Bjarna hafði verið
bendlað við vafasöm hrunmál,
nafn hans hafði fundist í gögnum
um aflandsfélög, hann hafði komið
rökstuddum grun um brot á sótt-
varnalögum af sjálfum sér yfir á lög-
regluna og að minnsta kosti tveimur
skýrslum hafði hann að vísvitandi
stungið undir stól fram yfir þing-
kosningar 2016 þar eð þær hefðu
komið honum og Flokknum illa
hefðu þær birst í miðri kosningabar-
áttu. Vítin voru til að varast þau, því
þá þegar var einn forsætisráðherra
fokinn vegna Panamaskjalanna: Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson.
Hvaða skýrslur? Önnur var um
aflandseignir Íslendinga og mögu-
leg skattsvik og hin um skiptingu
„Leiðréttingarinnar“ svonefndu.
Báðar voru tilbúnar í fjármálaráðu-
neyti Bjarna Benediktssonar fyrir
þingkosningarnar 2016 en ekki birt-
ar fyrr en að þeim loknum. Skýrslan
um leiðréttinguna leiddi í ljós að
ríkari hluti þjóðarinnar fékk 52 af
72 milljörðum króna sem úthlutað
var. Fengu sem ekki þurftu.
Og nú er það Lindarhvoll
Í kring um Sjálfstæðisflokkinn og
fjármálaráðherra hans að eilífu
hringsnúast embættismenn sem
greiða f lokknum og ráðherranum
leið og hjálpa til við að stýra þeim
frá skerjum og tundurduflum póli-
tískra andstæðinga. Margir hafa þeir
fengið há embætti sem vinargreiða
eða fylgdarlaun stjórnmálamanna
sem fá lyklavöldin að ríkissjóði.
Þeir geta hæglega verið háttsettir í
ráðuneytum, innan dómskerfisins,
forstjórar opinberra stofnana, jafn-
vel stofnana sem heyra hvorki undir
framkvæmdavaldið né fjármálaráð-
herrann, heldur Alþingi og þar með
almenna kjósendur. Fimi þeirra við
að birta sérhagsmuni ráðherra sem
almannahagsmuni er óvéfengjan-
leg. Bjarni hefur beitt valdi sínu til
að hundsa Alþingi og fengið að ráða
því að ríkisendurskoðandi rann-
sakaði Íslandsbankasölu og Lindar-
hvolsmál, dularfulla sölu almenn-
ingseigna. Og fengið þaðan m.a.
skýrslu Skúla Eggerts Þórðarsonar í
embætti ríkisendurskoðanda.
Hver er Skúli Eggert?
Þegar húsleit var gerð hjá
skattrannsóknarstjóra
(Já, þetta gerðist í alvörunni!)
Snemma í febrúar 2008 féllst Hæsti-
réttur á kröfu Helga Magnúsar
Gunnarssonar, þá saksóknara efna-
hagsbrota, um að heimiluð yrði hús-
leit hjá embætti skattrannsóknar-
stjóra í því skyni að leggja hald á
gögn vegna rannsóknar á meintum
skattalagabrotum Óskars Magnús-
sonar. Óskar er innvígður og inn-
múraður Sjálfstæðismaður, gerðist
síðar útgáfustjóri Árvakurs (Morg-
unblaðsins) og réði Davíð Oddsson,
fyrrverandi forsætisráðherra Sjálf-
stæðisflokksins, sem ritstjóra.
Meint skattalagabrot Óskars voru
rakin aftur til þess tíma þegar hann
var stjórnarformaður Baugs um og
fyrir síðustu aldamót, en á þeim
tíma réðu þar ríkjum helstu óvinir
Davíðs.
Aldrei hafði það áður gerst að
saksóknari efnahagsbrota fengi
heimild til húsleitar hjá embætti
skattrannsóknarstjóra. Hvergi í
heiminum!
Ágreiningur hafði risið þegar árið
2006 um það hvort skattayfirvöld
gættu jafnræðis í sambærilegum
málum. Skúli Eggert Þórðarson,
þáverandi skattrannsóknarstjóri,
hafði kært Jón Ásgeir og Kristínu
Jóhannesarbörn, Tryggva Jónsson
og Stefán Hilmar Hilmarsson til
ríkislögreglustjóra vegna meintra
skattabrota í nóvember 2004. Ekki
kærði hann Óskar Magnússon,
Flokksgæðing, þrátt fyrir nákvæm-
lega sömu meintu brot. Alls snérist
málið um 270 milljónir króna sem
runnu úr sjóðum Baugs í Luxem-
borg til umræddra einstaklinga, þar
af yfir 100 milljónir í vasa Óskars.
Hlutdrægni og geðþótti
Réttu ári áður en saksóknari efna-
hagsbrota fékk húsleitarheimild
hjá skattrannsóknarstjóra sendi
hann frá sér fréttatilkynningu þar
sem fram kom að skattrannsóknar-
stjóri hefði kært Jón Ásgeir, forstjóra
Baugs, til ríkislögreglustjóra vegna
grunsemda um að hafa vantalið 85
milljónir króna tekjur. Hins vegar
vísaði skattrannsóknarstjóri sam-
bærilegu máli Óskars til yfirskatta-
nefndar en hann var grunaður um
að hafa vantalið 94 milljónir króna
í laun og launatengdar greiðslur
auk á þriðja tug milljóna króna sem
greiddar höfðu verið einkahluta-
félagi hans. Hafi hvorugur þeirra
talið greiðslurnar fram til skatts
með fullnægjandi hætti hlutu brot
þeirra að vera fyllilega sambærileg.
Málsmeðferðin var sem sagt
gerólík. Mál Óskars fór fyrir yfir-
skattanefnd. Flokksgæðingurinn
lifði í refsileysi ofar lögunum. Á
sama tíma gat Jón Ásgeir átt von
fangelsisvist ef niðurstaða málsins
yrði honum mótdræg. Jón Ásgeir
og Óskar fengu með öðrum orðum
afar mismunandi meðferð, að ekki
sé sagt geðþóttalega, vegna ætlaðra
brota. Þar kom sannarlega við sögu
Skúli Eggert Þórðarson, sá hinn
sami og nú hefur samið einhvers
konar hvítþvottarskýrslu fyrir
Bjarna Benediktsson um Lindar-
hvolsmálið. Og það í embætti ríkis-
endurskoðanda, sem heyrir undir
Alþingi en ekki Flokkinn.
Silkihanskameðferð
fyrir flokksmenn
Helgi Magnús, saksóknari efnahags-
brota, undi ekki þessari mismunun
í meðferð sambærilegra mála en
fékk ekki umbeðnar upplýsingar hjá
skattrannsóknarstjóra. Og aflaði sér
húsleitarheimildar hjá embættinu.
Þegar húsleit var loks heimiluð
hjá skattrannsóknastjóra var Skúli
Eggert orðinn ríkisskattstjóri (skip-
aður af Árna Mathiesen, Sjálfstæðis-
flokki). Eftirmaðurinn sat í súpunni
sem Skúli hafði matreitt.
Í bréfi Helga Magnúsar til ríkis-
saksóknara sagði orðrétt: „Með
skattayfirvöld og sérstaklega skatt-
rannsóknarstjóra ríkisins sem
eftirlitsaðila með framkvæmd
skattalaga í huga lýsi ég því að ég
tel eðlilegt og rétt að skattayfirvöld
veiti ákæruvaldinu... upplýsingar
og viðhlítandi gögn um hvernig til-
tekin brot á skattalögum hafi verið
afgreidd í skattkerfinu eða hvernig
stefnt sé að afgreiðslu þeirra, en
ekki einungis um að þau hafi verið
afgreidd þar eða verði afgreidd þar.“
Saksóknarinn sagði enn fremur
mikilvægt fyrir ákæruvaldið að
geta átt þess kost í þágu jafnræðis að
geta afstýrt því að mál sem heima
eigi í réttarkerfinu (mál Óskars) yrði
afgreitt í skattakerfinu.
Saksóknarinn, sem vildi kanna
hvort jafnræði ríkti í réttarkerfinu,
fékk sín gögn með „húsleit hjá skatt-
rannsóknarstjóra“!
Þar var nálægur Skúli Eggert
Þórðarson fyrrverandi ríkisendur-
skoðandi, sá hinn sami er skilaði
Lindarhvolsskýrslu sem vakið hefur
undrun margra og sumir telja hvít-
þvottarskýrslu fyrir m.a. Bjarna
Benediktsson.
En það eru ekki mín orð. En
leyndin yfir sérhagsmunagæslunni
á vegum flokksins og stjórnkerfisins
blómstrar enn. Enginn hefur enn
orðið við kröfum um aðskilnað ríkis
og Sjálfstæðisflokks.
Fróðlegt verður að sjá hvort meiri-
hluti þingheims leggst gegn óskum
Jóhanns Páls Jóhannssonar (S) um
að fá að leggja fram spurningar á
Alþingi um Lindarhvolsmálið.
Til vara ætti hann að fara fram á
húsleitarheimild á skrifstofu forseta
Alþingis. Fordæmin, sem auka eiga
gagnsæi í þágu almennra borgara,
eru til. n
Heimild til húsleitar á Alþingi
Jóhann
Hauksson
fv. blaðamaður og
stjórnarformaður
Transparency
International á
Íslandi
FréttAblAðið skoðun 134. mArs 2023
LAuGARDAGuR