Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Side 7

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Side 7
verri að ári oga.m. k. helmings líkur til að árang- urinn þá verði betri. Alltaferu það einhverjir sem, eftir aflabrest og vonbrigði, hóta sjálfum sér og öðrum að nú leggi þeir stöngina á hilluna og snúi sér að öðrum viðfangsefnum í tómstundum sínum. Ég þekki sárafáa sem staðið hafa við þœr hótanir, þeir eru mættir á sína staði að ári. Kýlaveiki er nýr vágestur sem orðið hefur vart í íslenskum laxastofnum. Líklegast er talið að veikin hafi boristmeð sýktum flökkufiski, senni- lega úr eldi. Pessi bakteríusjúkdómur hefur að sjálfsögðu lengi verið viðloðandi laxfiska en náði ekki útbreiðslufyrr en mennfóru að stundafisk- eldi að einhverju ráði og ísöltu vatni gætti hans ekkifyrr en upp úr 1970 eftir að Norðmenn fóru að stunda sjókvíaeldi. Kjörhiti sýkilsins er 13-20° og hann nœr sér þeim mun betur upp eftirþvísem vatnsrennsli og þar með vatnsskipti eru lítil. Það er því eftil vill engin tilviljun að Elliðaár skyldu verða fyrir barðinu á þessari plágu. Hvað sem hversegir um allt meðaltalsrennsli í rúmmálstölum hefur vatnsmagn ánna stórminnkað á undanförnum áratugum. Par er órækastur vitnisburðurglöggra veiðimanna sem að staðaldri hafa veitt íánum og miða vatnsborðið við steina og klappir sem þeir gjörþekkja og aldrei haggast. Með þverrandi sumarvatni hækkar vatnshit- inn og súrefni minnkar. Við það minnkar mót- stöðuafl laxins en sýkillinn eflist. Þegar við bœtist mengað yfirborðsvatn er deginum Ijósara að framtíð ánna er í stórhættu. Þótt eldiskvíarnar séu horfnar af voginum og Viðeyjarsundi, sem samkvœmt reynslunni frá Noregi hefðu gert þennan kýlaveikisfaraldur enn skœðari, er enn verið að skerða kosti laxins á ósasvœðinu. Sé borgaryfirvöldum alvara að halda ánum sem veiðiám er ekki nóg að láta staðar numið við þann skaða sem orðinn er heldur þarf að skila ánum afturþvísem búið er að takafrá þeim og er þar fyrst og fremst átt við vatnið. Vesturkvísl ánna er horfin, aðaláin ekki nema svipur hjá sjón. Þótt maðurinn hafi oftlega hreyktsér afþvíað vera herra sköpunarverksins og honum hafi verið falin umsjá þess hefur hann ekki gætt þess nœgilega vel að spilla ekki fyrir sjálfum sér og hagsmunum sínum ísamskiptum sínum við nátt- úruna. Hér er ekki verið að hlakka yfir óförum ann- arra en nú er svo komið að hafbeitarstöð Silfur- lax í Hraunsfirði á Snœfellsnesi er gjaldþrota og alls óvíst um framtíð starfseminnar þar. Eitt er víst að næstu tvö tilþrjú ár gengur lax að stöðinni og mun verða tekinn þar fiskur ættaður úr eldi stöðvarinnar sjálfrar og, eins og reynsla undan- farinna ára sýnir, lax sem á uppruna sinn í villt- um stofnum Dalaánna. Þar að auki mun hafbeit- arlax á sama tíma villast upp í þessar sömu ár með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þarna hefur maðurinn gripið inn í rás náttúr- unnar en reistsér hurðarás um öxl. Forystumenn stangaveiðifélaganna töldu á sínum tíma að fara ætti hœgt í sakirnar við uppbyggingu fiskeldis. Fyrst skyldi gera tilraunir og nýta síðan niður- stöðurþeirra íáföngum eftirþvísem við ætti. Of mikið væri í húfi ef öllum framkvæmdagleði- mönnum væri sleppt lausum. Stjórnvöld létu þessar aðvaranir sem vind um eyrun þjóta og svonefndir „athafnamenn“ kölluðu þessa sömu stangaveiðimenn landráðamenn sem œtluðu að koma í vegfyrir að þjóðarbúinu yrði borgið um aldur og œvi. Allt fór þetta á annan veg. Ekki er að efa að reynsla manna og þekking á fiskeldi og hafbeit hefur aukist á þessum árum en hún er of dýru verði keypt. Það eitt sannast, að kapp er best með forsjá. Með von um betri tíð óskar Veiðimaðurinn lesendum sínum gleðilegra jóla og farsœls nýs árs. GP VEIÐIMAÐURINN 7

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.