Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Qupperneq 8

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Qupperneq 8
VIDTAL VIÐ ÓLAF KR. ÓLAFSSON, FORMANN ÁRNEFNDAR SOGSINS, ■■ / r w / ODRU NAFNIOLAIUTILIFI Ólafur Kr. Ólafsson hefur veitt í Soginu síðan árið 1967 og þekkir ána og veiðistaði hennar betur en flestir aðrir. Hann hefur, eins og fleiri aðdáendur Sogsins, áhyggjur af minnkandi laxveiði í þessari fallegu veiðiá sem fyrrum var þekkt fyrir sporð- sveran stórlaxastofn. Ólafur hefur afdrátt- arlausa skoðun á ástæðum fyrir þverrandi veiði: Misrennsli af völdum aðgerða í raf- magnsstöðvunum, þráttfyrir skuldbinding- ar um lágmarksrennsli, veldur því að klak misferst. Rennslissveiflur Ólafur segir: Landeigendur sömdu um það við Landsvirkjun, reyndar var um gerðardóm að ræða, að vatnsrennsli í ánni færi aldrei niður fyrir 65 rúmmetra á sek- úndu. En ef við horfum á skýrslu af sírita má að vísu segja að það sé undantekning á veiðitíma. Þarna er skráð tímalengd lág- rennslis árvatnsins dag hvern síðan 15. febrúar 1972. Þegar veiðimenn eru hins vegar horfnir af veiðisvæðinu er annað uppi á teningnum. Fiskarnir, sem eru að hefja hrygningu í október - nóvember, eiga ekki sjö dagana sæla því að sveiflurnar geta oft verið rosalegar; þegar byrjað er að safna í uppistöðulónin, þar með talið Þing- vallavatn, þá snarminnkar rennslið. Vatns- rennslið fór til dæmis niður í 40,7 m3/sek. í júlí 1977. 18. júní 1992 fór það líka niður í 40,7 m3/sek. og 16. september sama ár í 44,2 m3/sek. Svipað gerðist í fyrrasumar og þá var skýringin sögð mannleg mistök. Ég hef til dæmis séð á svæðinu við Frúarstein fyrir Ásgarðslandi allt vatn hverfa á klöpp- unum ofan við steininn alveg út í Rennu. Hægt var að ganga þangað þurrum fótum. Frá eðlilegri vatnshæð er það allt að 40 sm lækkun. Þetta veldur svakalegri röskun eins og við Guðmundur Bjarnason, ár- nefndarmaður komumst að raun um þegar við komum til veiða á Bíldsfelli seinni hlut- ann í ágúst ’94. Við tókum eftir því er við komum að Álftavatni að þar var hvít rönd meðfram vatnsborðinu, útfelling, og vatnsstaðan allt að hálfum metra lægri en átti að vera. Þetta hélst alla leið upp eftir. Við Sakkarhólma var hægt að vaða á lág- stígvélum út í hólmann. Steinninn ofan við hrísluna var upp úr. Við fórum þarna á grynningarnar og veltum við steinum og fundum tvö dauð kviðpokaseiði sem við færðum Guðmundi bónda á Bíldsfelli. Hann hringdi strax upp í rafstöð en fékk þar loðin svör. Ég hringdi svo daginn eftir niður í Landsvirkjun og þá viðurkenndu þeir þessa rennslisminnkun en báru því við að hún hefði orðið fyrir mannleg mistök. Þessi vatnsþurrð varaði í einar fjórar klukkustundir. Fari vatnsmagnið, sem beint er í gegnum hverflana, niður fyrir 65 m3/sek. verður að hleypa framhjá um botn- 8 VEIÐIMAÐURINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.