Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Blaðsíða 10

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Blaðsíða 10
Á bryggjunni við bústað Sigurliðal970. Verið að gera klárt. Sveinn Snorrason, Þórunn Guð- mundsdóttir, Guðmundur Júlíus Ólafsson, Sig- urliði Kristjánsson (fjœrst). Forðum daga Það má segja að nú séu breyttir tímar og veiðin öðruvísi en þegar ég hóf veiðar þarna 21 árs 1967. Ég vann þá við útkeyrslu hjá „Silla og Valda“ sem þá voru voldug- ustu matvörukaupmenn í Reykjavík. Komst þar að fyrir tilviljun um haustið ’66, hljóp í skarðið fyrir mann sem veiktist. Svo var það vorið eftir, mig minnir 15. júní að hringt var niður í verslunina í Aðalstræti og spurt hvort ekki væri einhver af sendlunum inni. Ég var þá við og var beðinn að fara upp í Síðumúla til Rafgeyma-Palla og sækja aukageyma því að það væri allt raf- magnslaust hjá Sigurliða (Silla) í bústaðn- um austur í Asgarði en hann átti þá jörð og auðvitað veiðiréttinn með. Ég fór austur með nýja geyma, Sigurliði, sem ég þekkti ekki mikið þá, mætti mér á hlaðinu, horfði á mig dálítið hissa á svipinn og sagði: „Hvað, flaugst þú austur?“ Ég vissi náttúrlega hvað klukkan sló og svaraði: „Nei, ég kom gegnum Hveragerði.“ Svo var ekkert talað um það meir, ég fór með geymana niður en ljósavélin vildi ekki í gang þótt nýju geymarnir væru tengdir við hana. Ég fór þá að fikta við olíuverkið, fann skrúfu til að tappa af lofti og endaði með því að koma vélinni í gang. Eftir það þótti ég ómissandi í sveitinni. Fljótlega fór ég að fara austur um hverja helgi en þetta fyrsta sumar veiddi ég aðallega silung niðri í Alftavatni. Þangað máttum við alltaf fara, það var geysigaman, einkum niðri á Neðstatanga. I ánni var mjög góð bleikja eins og mér finnst vera að koma aftur upp síðustu árin, þetta frá eitt og hálft upp í fjögur pund. En hún var dyntótt og þurfti oft að beita brögðum til að fá hana til að taka. Pá var eingöngu veitt á maðk, annað hvort með flotholti eða sökku. 1 bústaðn- um voru gamlar bambusstengur sem við fengum að nota. Ég var þá kominn með kærustu, Þórunni Guðmundsdóttur, og ár- ið eftir fæddist okkur sonur, Guðmundur Júlíus, en við vorum þarna öll og bjuggum í bústaðnum hjá Sigurliða og Helgu, kon- unni hans, og fór vel um okkur. Ég hafði áður aðeins veitt í Leirvogsvatni og svo hafði ég farið með föður mínum í Leir- vogsá en við áttum heima á Varmalandi í Mosfellsdal. Svo hafði maður dorgað í Suðuránni sem rennur framan við bæinn, sett girni á hrífuskaftsenda því þarna voru urriðastubbar. Svo átti ég það til að stelast út í Norðurá, þar voru oft geysifallegir urr- iðar í stórum hyljum niðri á Tjaldanes- bökkum. Fyrsta laxinn í Soginu fékk ég svo sumarið 1968. Það var í Bátalóni og var hann sex pund. Ég fór út á Bryggjuna og 10 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.