Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Qupperneq 15

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Qupperneq 15
mig, héldu að ég hefði dottið aftur í ána. Laxinum landaði ég við gömlu bryggjuna við bústaðinn hans Sigurliða. Þetta var seinni hluta ágústmánaðar og aðeins kom- in haustslikja á búkinn á honum — og sterkur var hann. Við Magnús Tómasson, sem síðast vann hérna í Utilífi en var lengi við pípulagnir og viðgerðir hjá Silla og Valda og var meistari að pípulögnum í Glæsibæ, lentum einu sinni í skemmti- legri veiði við Neðstatanga. Það var seint um haust og við vorum að ganga frá bústað- num undir veturinn. Þá gafst okkur tækifæri til að rölta niður að vatni og gá að fiski. Þetta var líklega 1974 eða ’75, alhvít jörð, skreipt í spori og vont að fóta sig. Við byrjuð- um ofan við Neðstatanga og spónninn var varla kominn út þegar lax tók. Það gengur þarna fram hraunnef og bryggja út í og er smávík fyrir neðan. Ég hafði stundum séð fiska stökkva ofan við brotið. Þarna náði ég að mig minnir sjö fiskum og Magnús fimm. Stærsti fiskurinn var sautján pund og þetta voru allt lúsugir, nýgengnir fiskar. Það var enginn þaralitur á þeim, þeir voru nýkomnir úr hafi. Af sem áður var Þetta var í þá daga og nú er öldin önnur og ástandið síðastliðið sumar var engu líkt. Maður trúði því ekki að maður væri austur við Sog, enga hreyfingu var að sjá og hvergi fisk að hafa sama hvar maður kom. Það var eins og allur fiskur væri horfinn — týndur eða hefði aldrei komið. Steindautt vatn. Maður leitaði skýringa. Slý hefur aldrei verið eins mikið og í sumar og fyrrasumar, hitastig hefur hækkað vegna þess að farið er að hleypa Kaldárhöfðavatni beint niður en þá kemur meira yfirborðsvatn úr Þing- vallavatni og það er hlýrra en botnvatnið sem fór í gegnum Steingrímsstöð en þetta er þriðja árið sem vélar hennar eru ekki keyrðar. Nú er hið eiginlega Sog milli Þing- vallavatns og Ulfljótsvatns með eðlilegt rennsli eins og áður var. Getur verið að fiskur sé meira í slýinu og maður verði minna var við hann? Ég hef ekki trú á því. Hins vegar tel ég til bóta að vatnið hlýni. Slýið var mun meira áður fyrr, fyrir flóðið mikla þegar stíflan brast við Þingvallavatn og flóðbylgja með möl og grjót kom niður ána. Margir töldu að þetta flóð hefði skemmt veiðistaði. Nei, það er misrennslið sem er bölvaldurinn, á því tel ég ekki minnsta vafa. Það er liðin tíð að koma heim með góð- an afla. Nú telst gott að koma ekki fisklaus. GP Ólafur með hrikaveiði úr Kofastreng í Bíldsfellslandi 15. sept- ember 1987. Stœrsti laxinn er 21,5 pund og tók Rœkju nr. 6. Hinir eru 17,15 og 14 pund. VEIÐIMAÐURINN 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.