Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Blaðsíða 20

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Blaðsíða 20
nóvemberbyrjun til febrúarloka koma flestar tófur út (hefja næturgöngu) frá því fyrstu störnur sjást blika í austri og þar til norðurljós fara á kreik nokkru eftir dag- setrið.“ Var þetta ekki nákvæmlega sú staða sem upp var komin hjá okkur? Norðurljósin voru farin að leika um himinhvolfið og mynduðu með ótal hlykkjum og litabrigð- um, ásamt fullu tungli og ótal skínandi stjörnum á skýlausum himni, síbreytilegt og ólýsanlegt listaverk sem ekkert jólakort nær einu sinni að túlka. Hvellt tófugagg rauf allt í einu kyrrðina. Ég leit á Pétur. Þetta hljóð hafði ekki farið fram hjá honum. Það virtist koma úr vest- urhlíð dalsins handan árinnar sem eftir honum rennur, greinilega alllangt í burtu. Aftur gagg. Sennilega skilaboð um hvar hana væri að finna. Ég greip flautuna og sendi henni boð um að mæta í mat. Hún svaraði samstundis en nú þorði ég ekki að senda henni tóninn aftur. Tófur eru þekkt- ar fyrir að staðsetja hljóð langar leiðir að og auk þess tónvissar. Ég leit á klukkuna. Hún var rétt farin að halla í tíu. Nú var eins gott að vera við öllu búinn. Varla meira en hálf klukkustund þangað til hún yrði kom- in í ætið. En hvað var nú þetta? Ekki liðnar nema 20 mínútur og þarna birtist allt í einu mórauð tófa í urðinni austur af húsinu. Hún virtist ekki hafa áhuga á ætinu heldur hélt sig í nokkurri fjarlægð frá því og tók síðan stefnu niður í dalinn. Hvers konar tiktúrur voru þetta á harðindatímum? Svarið kom von bráðar. Rétt áður en dýrið hvarf sýnum okkar birtist önnur tófa með sama lit og hin fyrri og úr þeirri átt sem við höfðum heyrt gaggað. Hér voru greinilega á ferðinni hjónakorn sem höfðu mælt sér mót. Sú fyrri sneri nú við og fylgdi hinni eftir sem grunlaus um nokkra hættu stefndi að snjógöngunum sem lágu niður til ætis- ins. Ég hvíslaði að Pétri að núna væri rétta tækifærið til þess að reyna að skjóta tvær í sama skotinu. Ég heyrði að Pétur, sem fylgst hafði með ferðum refanna í gegnum sjónauka haglabyssunnar, dró djúpt and- ann og eftir að hafa fellt fremra dýrið sneri hann sér að mér og mælti: „Hér verður engin áhætta tekin.“ Aftara dýrið tók nokkurn kipp þegar skotið reið af. Síðan sá ég það stökkva upp urðina sömu leið og það hafði komið og hverfa yfir hæðina í austri. Tófan, sem þarna lauk sinni ævi, reyndist fallega hærð keila, ca. 2 - 3 ára og illa tennt. Næstu klukkustundirnar gerðist fátt markvert. Frostið hafði aukist þegar á leið nóttina. Mælirinn sýndi 15-16° frost. Ein- staka vindhviða spilaði á stögin sem héldu húsinu. Ég hallaði mér fram að skotrauf- inni af og til til þess að geta betur virt fyrir mér umhverfið. Stjörnurnar, norðurljósin og tunglið, sem nú hafði færst lengra til austurs, lýstu upp sviðið. Einstaka sinnum rak ég út aðra höndina til þess að reyna að reikna út vindstöðuna. Sem skyggnismið- un notaði ég rafmagnsmöstrin 7 sem sjást frá húsinu í björtu og einnig oft ef ekki er kolbikamyrkur. Mig var farið að lengja eftir því að eitt- hvað gerðist þar sem ég ók mér í skotstóln- um til þess að halda á mér hita. Ég leit á klukkuna, hún var að ganga eitt. Ætlaði virkilega ekkert að gerast meira? Best að senda út eitt kall. Það gat varla komið að sök eins og á stóð. Rétt í þann mund er ég ætlaði að fara að þreifa eftir flautunni heyrði ég stutt gagg. Ég hrökk við. Hljóðið kom frá hæðinni austan og ofan ætisins og ég þóttist greina á hljóðinu að það væri ekki langt undan. Ég leit til félaga minna. Það var greinilegt að þeir réru á önnur mið. Pétur sat í gesta- stólnum og hafði dregið loðinn kraga úlpu- hettunnar niður á andlitið og svaf værum hljóðlausum svefni með höfuð niður á 20 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.