Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Side 21
bringu. Bjarni gaf aftur á móti frá sér þung
soghljóð sem voru langt fyrir ofan hættu-
mörk og gátu orðið að háhrotum þegar
minnst varði. Ég hristi þá báða umsvifa-
laust inn í raunveruleikann og sagði þeim í
hvíslingum nýjustu fréttir.
Fátt vekur meiri spennu og eftirvænt-
ingu hjá tófubönum en refur sem stefnir á
agnvöllinn sem vakað er yfir. Tófan líður
hljóðlaust eins og vofa yfir hjarn og móa
líkt og hún snerti ekki jörðina. Oft gerir
hún stuttan stans og skimar þá í kringum
sig og hnusar út í loftið, því að varfærni og
tortryggni eru henni í blóð borin. Ég vildi
láta félagana njóta spennunnar að fylgjast
með tófunni með mér og hvort hún gæfi
færi á sér. Ég tók sjónaukann og beindi
honum að þeim stað þar sem ég taldi líklegt
að hún mundi birtast. Og þarna kom hún
yfir hæðina á hægu brokki. Hún virtist ætla
beint í ætið. Brátt varð hún sýnileg berum
augum í glampandi tunglsljósinu. Stór,
hvítur refur í fallegum vetrarfeldi. Best að
vera við öllu búinn. Ég þreif byssuna og
renndi hlaupinu hljóðlaust út um skotrauf-
ina. Enn var færið of langt. Skyndilega
stansaði dýrið og settist á skafl og sat þar
drjúga stund. Síðan fór hann af stað aftur
og fór nokkrar ferðir fram og til baka í
urðinni austur og suður af ætinu. Skolli
hafði augun varla af húsinu og í tvígang rak
hann upp stutt gagg. Að lokum settist hann
enn á skafl, ekki langt frá þeim stað þar
sem hann hafði setið áður og góndi heim að
húsinu. Að nokkrum tíma liðnum reis
hann á fætur og hvarf yfir hæðina í austri.
Þessi hegðun refsins hafði heldur betur
hleypt fjöri í leikinn og fengið blóðið til að
streyma örar. f>að lá við að ég væri farinn
að svitna. Að minnsta kosti var allur kulda-
hrollur horfinn. Ég þóttist skynja að félög-
um mínum væri svipað innanbrjósts.
Hvað kom til að dýrið lét ekki blekkjast?
Þessari spurningu gátum við ekki svarað.
Tófur virðast gæddar fjarskynjun sem að
við botnum lítið í. Ég hef borið þetta fyrir-
brigði undir tvær grenjaskyttur sem ég tek
mark á. Báðir kannast þeir við svona uppá-
komur. Taldi annar best að hugsa um allt
annað en dýrið sem í sjónmáli væri, en hinn
sagði að sér reyndist best að hugsa ein-
göngu um kvenfólk þegar þessi staða kæmi
upp, það virkaði vel.
Það voru liðnar um það bil 20 mínútur
frá því að refurinn hvarf þar til að hann
birtist aftur. Hann gekk rakleiðis að snjó-
göngunum, sem lágu niður að ætinu og
hvarf ofan í þau. Ég hafði lagt frá mér
byssuna en greip nú til hennar og renndi
hlaupinu aftur út um skotraufina. Refur-
inn rak hausinn af og til upp úr göngunum
til þess að gæta að hvort öllu væri óhætt.
Petta gat ég séð í sjónauka haglabyssunn-
ar, sem er stór og bjartur. Ég beið eftir því
að refurinn kæmi allur upp úr og sýndi
breiðsíðuna eins og félagi minn orðar það.
Og allt í einu, eftir óratíma að mér fannst,
stóð hann á holubarminum. „Láttu fara
núna,“ heyrði ég félagana hvísla. Ég seig
hægt og rólega með vísifingrinum á gikkinn
og bjóst auðvitað við að sjá dýrið falla. Það
heyrðist lágvært klikk sem þótt ótrúlegt
megi virðast náði eyrum dýrsins, sem þar
með hvarf eins og kólfi væri skotið út í
myrkrið. Ég hafði eftir allt saman ýtt á
aftari gikkinn í stað þess fremri. Ég blótaði
sjálfum mér hátt og í hljóði um leið og ég
seig niður í stólinn. Þeir Bjarni og Pétur
tóku þessum óförum mínum furðu vel og
töldu hreint ekki útilokað að þeir gætu
sjálfir lent í svipuðum hremmingum.
Eftir að hafa fengið okkur hressingu og
rætt málin smástund skreið ég í gamla setu-
liðssvefnpokann, sem er gott skjól og rúm-
ar vel hvern sem er í öllum veiðiklæðum.
Mér fannst ég rétt hafa fest blund þegar ég
vaknaði skyndilega við skothvell og þegar
ég gáði betur að sá ég Bjarna snarast út um
VEIÐIMAÐURINN
21