Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Síða 22
lúguna. Hann kom að vörmu spori til baka
og kvaðst ekki finna neitt dýr. Feilskot.
Það ætlar fleirum að verða á í messunni en
mér, hugsaði ég.
En nú tók Pétur af skarið. Hann rétti
Bjarna vasaljós og sagði honum að leita
betur. Hann væri viss um að dýrið hefði
fallið. Og viti menn, Bjarni kom til baka
haldandi í skottið á slöttungs karlmink,
sem fallið hafði ofan í
snjógöngin. Reyndar
hafði hann haft orð á
því þegar hann kom
fyrst auga á minkinn að
þarna færi mjög smá-
vaxin tófa.
Bjarni átti eftir að
koma meira við sögu.
Um það bil klukku-
stund seinna banaði
hann hvítri tófu sem
hætti sér of nálægt æt-
inu. Þetta reyndist steggur, nokkuð við
aldur en í fallegum vetrarklæðum. Auðvit-
að var þessum atburði fagnað í skothúsinu
og þá varð þessi vísa til:
Hvítur refur kom með hraði.
Klónum beitti á hjarn og svell.
Pað mun tœpast þykja skaði
að þessi hœrulangur féll.
Það bjarmaði af nýjum degi í austri
þegar ég settist í skotstólinn og bjó mig
undir að taka síðustu skotvaktina. Veður
hafði breyst nokkuð frá því fyrr um nótt-
ina. Vindur var allstífur og blés nú á suð-
vestan og fylgdi nokkur skafrenningur.
Frost var svipað og áður og hafði þykknað í
lofti. En þetta kom ekki svo mjög að sök
vegna þess að bjarminn í austri stækkaði
jafnt og þétt og gerði þar með allar athug-
anir út um skotraufina smám saman auð-
veldari. Hrafnarnir voru komnir á stjá. Eg
heyrði í þeim af og til. Þeir biðu þess að
hafa nægilega birtu við morgunmatinn.
Þrátt fyrir mistökin fyrr um nóttina og eins
það að nú hafði birt það mikið að skoða
mátti umhverfið án hjálpar sjónaukans hélt
ég enn í vonina um eina tófu á mann. Og
viti menn, um kl. 9.30 fannst mér ég sjá í
hnakkann á hvítri tófu í brekkubrúninni
suður af húsinu. Þessari sýn brá fyrir rétt
sem snöggvast og
skömmu seinna kom
hrafn og settist á þenn-
an sama stað og nálgað-
ist síðan ætið með smá-
hoppun. Skyndilega
flaug hann upp og í
sömu andrá birtist hvít-
ur refur austur af agn-
vellinum og í vindlínu
af honum. Nú æstist
leikurinn aftur. Eg gaf
félögum mínum merki
um leið og ég renndi byssunni í skotstöðu.
Nú skyldi ekkert klikka. Ég fylgdist með
refnum í sjónauka byssunnar. Hann virtist
ætla að halda réttri stefnu, en svona rétt til
þess að auka spennuna settist hann niður
rétt áður en hann var kominn í færi og rak
upp hávært gagg, eins og hann teldi að öllu
væri óhætt. Síðan skokkaði hann af stað og
féll síðan þegar hann átti fáeina metra óf-
arna að uppgreftrinum við ætið. Við félag-
arnir töldum nú nóg að gert. Spennandi og
viðburðarrík nótt var á enda og tími kom-
inn til þess að halda heim á leið. Ekki
höfðu hagyrðingarnir sagt sitt síðasta orð.
A heimleiðinni heyrðist þessi vísa:
Norðankæla nóttin skýr,
naum því glæta tórði.
Skaufhalar voru skotnir þrír.
Skaust í burt sáfjórði.
Höfundur er tannlæknir.
Myndir tóku höfundur og Pétur H. Ólafsson.
Pétur H. Olafsson utan við skothúsið.
22
VEIÐIMAÐURINN