Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Page 24

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Page 24
ÓLAFUR E. JÓHANNSSON Endurreisum urriðann! - spjallað við Össur Skaphéðinsson, áhugamann um uppbyggingu urriðans í Efra-Sogi. Þingvellir eru að sönnu stærsta og merk- asta perlan á glæstri festi íslenskrar nátt- úru. Koma þar bæði til þau fágætu náttúru- undur sem umlykja hvern þann sem þar kemur, en einnig hitt að magnþrungin ís- landssagan er þar við hvert fótmál, bæði landsins sjálfs og fólksins sem það byggir. A Þingvöllum hafa margar örlagaríkar ákvarðanir verið teknar í lífi þjóðarinnar og er sú fyrsta væntanlega kristnitakan árið 1000. En alla tíð, allt frá því land byggðist og til okkar daga, hafa Þingvellir um margt verið sameiningartákn þjóðarinnar. Er þar skemmst að minnast afmælishátíðar í til- efni 1100 ára byggðar í landinu. Þótt Þingvellir hafi frá upphafi íslands- byggðar skipað öndvegi í þjóðarsál ís- lenskri, er varla hægt að segja að hátterni landsmanna gagnvart þessari náttúruperlu hafi endurspeglað mikilvægi hennar. Má ætla að fyrsta jarðraskið sem þar var fram- ið hafi fornmenn unnið, þá er þeir veittu Öxará úr sínum gamla farvegi fram með Kárastaðahlíðinni niður í Almannagjá, trúlega til þess að auðvelda vatnsöflun þingmanna hinna fornu. Margvíslega hefur verið stuggað við landinu eftir því sem aldirnar hafa liðið en mestu breytingarnar á náttúru þessa svæðis voru þó gerðar á þessari öld. Fjallar þessi grein um það með hvaða hætti einn áhuga- manna um verndun lífríkis svæðisins telur hvernig ráða megi þar nokkra bót á, í því skyni að gjalda landinu þá skuld sem til var stofnað um miðbik þessarar aldar. En fyrst nokkur orð um Þingvallavatn. Stoðunum kippt undan urriðanum Talið er að Þingvallavatn hafi myndast þegar ísöld lauk fyrir meira en tíu þúsund árum. Alíta vísindamenn að í upphafi hafi vatnið haft samgang við sjó en urriði og bleikja, sem áður gengu til sjávar, hafi lok- ast af í vatninu og þannig hafi orðið til þær aðstæður sem gerðu mögulega þá sérstæðu þróun sem síðan hefur átt sér stað hjá fiski- stofnum vatnsins. Eina afrennsli Þingvallavatns er Sogið, en nokkrar ár og lækir renna í Þingvalla- vatn ofanjarðar og er Öxará þeirra mest. Talsvert rennsli er þó talið vera í Þingvalla- vatn neðanjarðar undan blágrýtishraun- breiðum austan vatns. Sogið rennur úr Þingvallavatni suðaust- anverðu. Hefur áin, sem er mest bergvatna á Islandi, grafið sér gljúfur á milli Dráttar- hlíðar að vestan en hraunsins að austan. Sogið rennur með þungum straumi úr Þingvallavatni, fyrir Dráttarhlíð og eru þar mikil straumköst og flaumur. Á þessum slóðum voru gerðar þær breytingar á 24 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.