Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Blaðsíða 25

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Blaðsíða 25
rennsli árinnar sem urðu til þess að færa íbúum suðvesturhornsins birtu og yl, en með virkjunarframkvæmdum þeim, sem gerðar voru, ónýttist helsta hrygningarslóð urriðans í vatninu. Á undra skömmum tíma tók fyrir urriðaveiði að mestu, stór- fiskurinn hvarf og ekki hjálpaði upp á sak- irnar dreifing skordýraeiturs meðfram bökkum árinnar. Ekki má gera upp neinum þá ætlan að hafa vísvitandi unnið tjón á landgæðum þessa svæðis, en eyðilegging hrygningar- slóðarinnar og dráp mýflugunnar við Sogið kipptu stoðunum undan lífsafkomu urrið- ans á svæðinu. Urriðinn er nú nær horfinn og er það mörgum eftirsjá, en þó er ekki ómögulegt að hægt verði að snúa klukk- unni til baka, en um það hefur einn af þingmönnum þjóðarinnar róttækar hug- myndir. Össur Skarphéðinsson hefur lengi verið sérstakur áhugamaður um Sogið og og urr- iðann í Þingvallavatni. Hann er reyndar sérmenntaður á líffræðisviði og hefur sem slíkur ákveðnar hugmyndir um hvernig best verði staðið að uppbyggingu urriða- stofnsins. Þetta efni er Össuri reyndar slíkt hjartans mál að hann er að viða að sér efni í bók um urriðann í Soginu, sem kemur vænt- anlega út á næsta ári, en þar gerir hann grein fyrir málinu með ítarlegum hætti. Tíðindamaður Veiðimannsins og Össur ræddu þessi mál fyrir nokkru og er eftirfar- andi pistill afleiðing þessa samtals. Aðskildir urriðastofnar „Reynsla útlendinga sýnir að það er hægt að opna svona farvegi sem hafa verið stíflaðir vegna virkjana og ná upp stofnin- um aftur, en um þetta eru dæmi frá Kan- ada. Þetta hefur ekki heppnast alls staðar, en ég held að að aðstæðurnar í Efra-Sogi séu þannig að þetta geti tekist,“ segir Öss- ur Skarphéðinsson, en bætir við að það geti tekið talsverðan tíma. „Þessa skoðun byggi ég helst á því að það er urriðastofn í Þingvallavatni og ég hef séð um það merki á síðustu árum að stofninn er á uppleið. Áður en stofninn hrundi, þegar farvegurinn var þveraður með Steingrímsvirkjun, voru ýmsar vís- bendingar uppi um það að nokkrir aðskild- ir stofnar urriða væru í Þingvallavatni, líkt og í stóru vötnunum í Evrópu. Menn hafa lengi haft vitneskju um það að urriðinn hrygndi í Öxará, en hafa ekki orðið varir við þennan stofn á síðustu árum. Sá stofn er nú aðeins brot af því sem hann áður var, líklega vegna landsigs, breytinga á straumi og fleira, þannig að ekki fer lengur saman hæfilegur straumhraði og riðmöl af réttri stærð. Urriðinn hefur hins vegar haldið sig í Ölfusvatnsánni, sem kölluð er. Þar er hylur upp undir fjalli þar sem ég hef sjálfur séð urriða í ástarleik að hausti,“ segir Öss- ur og brosir og hann rifjar það upp að hann nefni gjarnan að hann sé sérmenntaður í kynlífi laxfiska. Hann ætti sem sagt að þekkja það! Og Össur heldur áfram: „Menn hafa líka lengi talið að urriðinn hrygndi einnig á þeim svæðum í vatninu þar sem uppsprettur eru, þ.e.a.s. þar sem straumvatn er. Menn hafa líka fyrir sér gögn um veiðina undan Skálabrekku en þau ná aftur til ársins f952. Eins og menn muna varð slys við virkjunina árið 1959, þegar stíflan brast þann 17. júní, og eftir það fór að fækka þeim stórurriðum sem veiddust í vatninu. Það kemur aftur á móti í Ijós þegar Skálabrekkuskýrslurnar eru skoðaðar að hlutfallið á milli urriða og bleikju í afla fyrir því landi var alltaf það sama. Það dró nær ekkert úr urriðaveið- inni með tilkomu virkjunarinnar sem þýðir að þar hefur verið staðbundinn stofn,“ seg- ir Össur. VEIÐIMAÐURINN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.