Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Síða 26
Auðvelt að bera riðmöl í ána
Háttarlag urriða og laxa er gjörólíkt.
Markmið urriðans í ferskvatni er að éta og
því hegðar hann sér þannig að hann er á
sífelldu ferðalagi um allt vatnið í ætisleit.
Þannig telur Össur að ef Efra-Sog yrði lag-
fært myndi fiskurinn, þegar hann fyndi að
stórt og mikið vatnsfall væri á nýjan leik
komið í farveg Efra-Sogs, leita þangað til
þess að hrygna, því þar væru kjörskilyrði til
hrygningar.
— Er víst að slíkar aðstæður yrðu fyrir
hendi, þótt farvegurinn yrði lagfærður?
Össur svarar:
„Farvegur Efra-Sogsins er þannig að
þótt straumurinn hafi á sínum tíma verið
gríðarlegur í mynni þessa mikla vatnsfalls,
þá sést það við skoðun að botninn er stór-
grýttur, sérstaklega ofarlega í Efra-Sogi,
þar sem menn töldu að megin hrygningar-
svæðið hafi verið. Þar er skjól, bæði fyrir
seiðin í uppvextinum og einnig fyrir fiskinn
sem þar hrygnir. Þegar slysið varð á þjóð-
hátíðardaginn 1959 féll gríðarlegur vatns-
flaumur niður gamla farveginn og talið er
að með ofurkrafti vatnsins hafi sópast nið-
ur í gegnum Sogið megnið af hinni þykku
riðmöl sem þar var að finna; bæði möl sem
var fyrir framan ármynnið í ríkum mæli og
einnig möl sem var í efri hluta Sogsins. Mér
sýnist nú samt að þarna sé einhverja riðmöl
enn að finna. Það er hins vegar mjög auð-
velt að bera riðmöl í ána, eins og menn
hafa gert annarsstaðar og þannig búið til
hrygningarstaði,“ segir Össur.
Endurkoma bitmýs
„Ef menn færu nú út í það að hleypa
vatninu niður gamla farveginn aftur þá
myndi annað gerast. Bitmýið myndi koma
aftur. Eg hef orðið var við að það er aðeins
farið að kvikna á nýjan leik. Það var reynd-
ar eitrað fyrir mýið með því að dreifa skað-
ræðis eitri, DTT, bæði á bakka Sogsins og
einnig út í ána sjálfa, og um leið hvarf öll
silungsveiði í grenndinni. Menn segja mér
reyndar að þeir fáu fiskar, sem þó fengust á
þessum árum, hafi verið algerlega óætir. í
dag hefði aldrei verið leyft að dreifa þessu
eitri, hvorki á bakka Sogsins né annarra
vatnsfalla, enda flokkast svona náttúru-
spjöll undir algert stórslys. En með þessu
hvarf bitmýið og um leið hvarf silungurinn
og þar með öll veiði árum saman. Nú eru
hins vegar teikn á lofti um að mýið og þar
með silungurinn séu að koma upp aftur.
Allir vita að bitmýið er undirstaðan í fæðu
urriðans, eins og menn sjá t.d. í Laxá í
Mývatnssveit. Grundvallarskilyrði þess að
bitmý nái sér upp er að mikill straumur sé á
svæðinu til að mýið fái nægjanlegt súrefni
og að með straumnum berist lífrænt rek
ofan út stöðuvatninu. Lirfurnar festa sig á
fast undirlag við botninn, þar hafa þær úti
sérstakt veiðinet og fanga í það lífræna
fæðu. Þegar þetta er allt til staðar, straum-
urinn, sem flytur með sér súrefnið, lífrænt
rek og fast undirlag, þá mun bitmýið koma
upp aftur. Og þegar bitmýið kviknar á nýj-
an leik er kominn fram höfuðstofn fæðu
urriðans í uppvextinum sem dugir honum
allt þar til hann fer að stálpast,“ segir Öss-
ur.
„Og þaðan um allt
Suðurlandsundirlendið ...“
„Eg get nefnt það eftir mönnum sem
þekktu Efra-Sogið á meðan það var og hét,
að bitmýið þar hafi verið rosalegt. Segja
menn að þegar það var að koma upp úr
vatninu hafi grábrún slikja gjarnan sest á
klappirnar sem urðu hálar vegna mýsins.
Menn þurftu að gæta sín mjög vel til þess
að detta ekki. Halldór Þórðarson, sem
vann við að veiða fyrir Svein Benediktsson
veiðiréttareiganda og var aðstoðarmaður
26
VEIÐIMAÐURINN