Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Qupperneq 27

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Qupperneq 27
Jóns Ögmundssonar í Kaldárhöfða við þennan starfa, sagði frá því einhverju sinni að hann hefi runnið til og dottið á klöppun- um við Efra-Sog og verið nær því fallinn ofan í ána, vegna þess hve hálar þær voru vegna mýsins. Forn munnmæli greina frá því að mýið kvikni á ákveðnum stað í Soginu, en austan megin, neðst í ánni, áður en hún mætir Úlfljótsvatni, er stór hylur sem Kerið heitir og töldu menn í gamla daga að þarna væri klakstöð fyrir bitmýið. Þar yrði það til og þaðan dreifði það sér um ána, bæði uppeft- ir og niðurúr, eða eins og einn texti segir: „Og þaðan um allt Suðurlandsundirlendið ...,“ segir Össur hlæjandi, en þessi tilvitn- un ber vott um að bitmýið hafi verið hrein- lega djöfullegt fyrir menn og skepnur, — en um leið líftrygging fiskanna. Urriðinn skiptir um matseðil „Bitmýið var undirstaðan undir þessum stofni urriðans ásamt því sérstaka um- hverfi sem þarna er. Þarna hefur fiskurinn góð skilyrði í uppvextinum. Ég vil einnig geta þess að þótt áin sé ekki nema um 1.100 metra löng þá eru stöðuvötn beggja megin, fyrir ofan og fyrir neðan, þar sem gríðar- legt magn af silungi, aðallega murtu, er. Þegar urriðinn var orðinn stór, þá var orðið mjög kostnaðarsamt í orkulegu tilliti að veiða smáa bráð eins og bitmý. Þetta varð hins vegar til þess að fiskurinn flutti sig út í vötnin og breytti um matseðil, ef svo má að orði komast, og skipti yfir í að veiða silung sér til matar. Það var þess vegna sem urriðinn gat orðið svona stór. Þetta er alveg eins með bleikjuna. Menn tala um að murtan breyti um fæðu á ákveðnu skeiði í lífi sínu og fari að éta einstaklinga úr eigin stofni, eða þá hornsíli sem 50 tonn eru af í Þingvallavatni. Þá kom fram sá fiskur sem menn kölluðu djúp- bleikju í gamla daga, en kalla ránbleikju nú, en þessi fiskur er alveg eins og risavax- in murta, með nákvæmlega sama útlit, — en bara miklu stærri. Þetta eru „kannibal- istarnir“ í murtuheimum sem veiddir voru á línu og lóð í Þingvallavatni í gamla daga,“ segir Össur. Össur Skarphéðinsson og Sigurður Jónsson frá Nesjavöllum með 14 punda urriða, ásamt þrem- ursmœrri, sem eru upprunnir úr seiðasleppingu í Þingvallavatn snemma á þessum áratug. Stríður straumur „Fiskurinn gat alist upp í árfarveginum og þar hélt hann til þangað til hann hélt um nokkurra ára skeið út í Þingvallavatn til að vaxa. En þegar leið fram í ágúst og hrygn- ingartími nálgaðist þá gekk stóri urriðinn fram á brotið efst í Sogskjaftinum og þar í grennd sáu menn hann hrygna. Þarna veiddu menn urriðann, en þar var straum- urinn svo rosalegur að ekki var hægt að veiða þar nema með svokölluðu „rennsli". Þá fóru menn út á báti, réru fyrir mynnið og urðu að gæta sín vel á því að fara nógu ofarlega svo að þeir soguðust ekki niður í VEIÐIMAÐURINN 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.