Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Side 29
ar minna nú en áður. Ég veiddi rosalega
mikið hér á árum áður. Þá átti fjölskyldan
sumarbústað við vatnið og ég eyddi öllum
helgum við veiðar í vatninu yfir sumarið.“
En hugur viðmælanda Veiðimannsins
hvarflar sífellt að aðaláhugamálinu, Efra-
Sogi:
„Það sem nauðsynlegt er að gera er að
skapa strauminn í árfarveginum. Síðasta ár
hefur Landsvirkjun hleypt töluverðu af
vatni ofan í farveg Efra-Sogs, þannig að
mikill straumur hefur myndast þar með
þeim afleiðingum að bitmý hefur verið að
koma upp aftur. Enn kemst þó enginn urr-
iði í ána. Það er hins vegar kominn helling-
ur af murtu í farveg Efra-Sogsins, en ég hef
ekki séð stóran fisk þar enn. Þess vegna
verður að opna algerlega fyrir vatnið við
virkjunina sem er alveg sjálfsagt því það er
ekki brýn þörf fyrir hana lengur. Er ekki
nóg af rafmagni í landinu? Steingrímsstöð-
in var hið stóra slys og þeir eiga að leggja
hana af strax. Ef menn telja hins vegar
nauðsynlegt að hafa virkjunina áfram væri
jafnvel hægt að hugsa sér að gerð yrði rauf í
virkisgarðinn og vatninu hleypt þar niður
með jöfnum straumi. Það er lágmark að
það verði gert því menn skulda náttúrulega
landinu að gera bragarbót á þessu. í dag
hefði ekki nokkrum einasta manni dottið í
hug að byggja þessa virkjun, og reyndar
ekki hinar heldur,“ segir hann.
Nú er fyrirhugað að gera endurbætur á
Steingrímsstöð, sem er vitlausasta fjárfest-
ing sem ég get hugsað mér. Nú er nefnilega
tækifærið komið til að greiða þessa skuld
við náttúruna,“ segir Össur.
Stórfiskastofn
„Urriðastofninn í Þingvallavatni er sér-
stakur að tvennu leyti. Ég hef hvergi fund-
ið heimildir um að til sé stofn þar sem
veiðst hefur jafn mikið af eins stórum urr-
Margir fiskar, stórir og smáir. Afli úr Soginu
þegar best lét.
iða og í Efra-Sogi. Að því leyti til er þetta
gríðarlega merkur stofn, en hann er jafn-
framt merkur fyrir þær sakir að stofninn er
það sem vísindamenn kalla landnáms-
stofn. Þegar ísöldin byrjaði að réna fyrir
10.000 árum og ísaldarjökullinn tók að
Ósvaldur Knudsen og Björn Steffensen í lok
góðs veiðidags. Eins og sést á myndinni eru
stœrðar urriðar innan um í aflanum.
VEIÐIMAÐURINN
29