Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Page 37

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Page 37
um hvort fluga standi undir nafni ef skipt er um eitt eða fleiri efni, miðað við upphaf- lega gerð hennar. Einnig má deila um hver sé hin upphaf- lega gerð ákveðinnar flugu því að í fæstum tilfellum er hún þekkt svo að öruggt sé. Margir veiðimenn og flug- uhnýtarar hafa hrifist af klassísku flugunum og þá sér- staklega forminu. Það hefur líka sýnt sig að laxinn er oft mjög hrifinn af þeim. Eeir fluguhnýtarar, sem ekki eiga helstu efni í þessar flugur en hafa hug á að bæta úr því, geta á meðan æft sig á for- minu og notað þá þau efni sem þeir eiga fyrir. Pannig verða kannski til veiðiflugur framtíð- arinnar. Einnig eru til einfald- ar fjaðraflugur sem gott er að hnýta til þess að æfa meðferð fjaðra. Þar á meðal eru: Blue Charm, Crosfield, Thunder and Lightning og Sweep. Stélrót og stél fest á, var- ast að byggja upp þykkt með tvinnanum. Kraginn er aðeins 2 snúningar, hringvöfvefj- astfast aftan við tinselið. Undirvængur nemur við kragann og liggur þétt við búkinn. Vœngurinn byggður upp og nemur við enda stéls. Meðalflóknar fjaðraflugur eru t.d. Durham Ranger, Black Ranger, Red Sandy, Black Dose. Flóknar, klassískar fjaðra- flugur: Baron, Jock Scott, Green Highlander, Black Doctor, Dusty Miller. Green Highlander er ein af þessum gömlu flugum. Hún er leidd af flugu sem var köll- uð Highlander og nefnd er í bókinni A Book on Angling sem er frá árinu 1867. Þessi litasamsetning hefur orðið mörgum fluguhnýturum og veiðimönnum hugstæð. Næg- ir þar að nefna flugurnar Þingeying, Colburn Special og Cosseboom. Allar skarta þessar flugur gulum og græn- um litum í mismunandi sam- setningum. Höfundur er tannsmiður og fluguhnýtari Fullgerð flugan Green Highland- er. Ljósmynd Gunnar Gunnarsson. VEIÐIMAÐURINN 37

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.