Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Side 40

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Side 40
okkur þegar hann beljaði sterkum rómi: „Lítið þið vel í kringum ykkur. Það er hér einhversstaðar rjúpa sem ég skaut en hef ekki getað fundið. Ef þið sparkið yfir hana snjónum er hún mér að eilífu glötuð!“ Við litum varfærnislega í kringum okkur og gengum síðan hvor í sína áttina, hægum, varfærnum skrefum. Skömmu síðar, sem ég stóð og horfði rannsakandi augum allt umhverfis mig, kallaði sá gamli til mín. „Hreyfðu þig ekki úr sporunum! Eg er að koma.“ Ég vissi ekki hvort líta bæri á þetta sem hótun, en hvað um það. Foringi vor nálgaðist nú óðum, stórstígur svo mjöllin þyrlaðist upp allt umhverfis hann, og þegar hann kom að mér beygði hann sig niður og greip rjúpuna, sem ég hafði ekki tekið eft- ir, þar sem hún lá særð við tærnar á mér. „Ég vildi ekki að þú stigir á hana,“ sagði hann til skýringar um leið og hann bar fuglinn upp að vörum sér, beit hana í haus- inn, svo blóðið lagaði niður úr munnvikun- um og slettist upp í yfirskeggið sem þegar var orðið útvaðið í hálfstorknuðu rjúpna- blóði. Ahh! stundi hann og bætti við: „Við skulum nú fá okkur eitthvað að drekka." — Finnst þér þú ekki hafa drukkið nóg? áræddi ég að spyrja, lostinn nokkurri furðu eftir þessa sýningu. „Að vísu,“ sagði hann þá, „en ég nenni ekki lengur að rogast með brúsaskrattann fullan.“ Hann otaði síðan að mér kaffibrúsanum sem við síðan skipt- umst á um að súpa af. Ekki stóðum við lengi þarna, því brátt var haldið áfram göngunni innan um og til hliðar við birki- kræklurnar og öðru hvoru flugu upp rjúp- ur. Alltaf gekk okkur yngri mönnunum jafn illa að koma skoti á fuglana og ekki tókst okkur að hitta, ef undanskilin eru tvö skipti, eitt hjá hvorum. í mínu tilviki flaug rjúpan upp úr mannhæðarháum runna með bægslagangi á nálega tíu metra færi. Það rauk af henni fiðrið þegar höglin hittu 40 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.