Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Síða 45

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Síða 45
Sleppitjörnin við Fiská. FISKÁ í umræðunni um Rangárnar hefur oft gleymst lítil en falleg bergvatnsá, Fiská, sem fellur í Eystri-Rangá skammt neðan við Tungufoss en að honum er Rangá sjálf fiskgeng. Rangárnar hafa löngum verið taldar erfiðar til hrygningar vegna sand- og vikurburðar en Fiská, sem á köflum rennur um gljúfur og grjót, verið hrygningar- og uppeldissvæði fyrir lax og sjóbirting sem gengur á vatnasvæðið. Lúðvík Gizurarson lögmaður, ættaður frá Árgilsstöðum sem standa á bakka Fisk- ár, hefur haft ána á leigu frá árinu 1982 og sleppti fyrstu árin í hana kviðpokaseiðum en byrjaði árið 1988, ásamt Einari, syni sínum, að sleppa gönguseiðum í sleppi- tjörn sem mynduð var í gamalli malarnámu við ána. Seiðin, sem voru uggaklippt, synda sjálf úr lóninu þegar þau eru komin í göngubúning. Endurheimtur urðu strax næsta ár þegar veiddust 30 fiskar úr sleppingunni og sum- arið 1990 gekk laxinn inn í sjálft gryfjulónið VEIÐIMAÐURINN og árlega síðan. í sumar var laxi lokuð leið inn í lónið en hann látinn ganga í litla tjörn sem er í útfallslæknum. Þar voru teknir í klak í haust 19 laxar og 4 vænir sjóbirtingar. Af 48 örmerkjum, sem skiluðu sér úr laxi veiddum í Eystri-Rangá árið 1993, voru 33 úr Fiskársleppingu 1992, sam- kvæmt skýrslu Veiðimálastofnunar. Veiddar endurheimtur hafa síðustu ár verið um 1%. Seiðaslepping vorin 1993-’94 hefur verið á vegum Veiðifélags Eystri- Rangár. GP Frá Fiská.

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.