Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Page 47
í morgunskímunni ókum við framhjá
hverju vatninu á fætur öðru og mér leist
satt best að segja vel á mörg þeirra. Ég
hugsaði sem svo að ef aðstæður væru svip-
aðar í þjóðsagnakenndu veiðivatni Jakobs
yrði mér ekki skotaskuld úr því að fanga
„krókódiT á flugustöngina. Jakob hafði
hins vegar ekki mikla trú á því, taldi að til
þess þyrfti kröftugri veiðarfæri.
Þegar við loksins komumst á áfangastað
brá mér í brún. Tjarnirnar umræddu voru
agnarsmáar, svipaðar að flatarmáli saman-
lagt og hálfur fótboltavöllur. Þær voru
umgirtar trjám og þyrnirunnum þannig að
rétt náði að glytta í vatn í gegnum greina-
flækjurnar. Trén voru hvergi lægri en 4-5
metrar og náðu, eftir því sem ég fékk best
séð, næstum allstaðar alveg niður að vatni
og á flestum stöðum slúttu runnarnir að
minnsta kosti um það bil metra út í og yfir
tjarnirnar.
Ég hafði orð á því við Jakob að einhver
hefði logið að honum um dýptina á tjörn-
unum, það væri útilokað að þær væru á
köflum 5 metra djúpar, því víða náði
vatnagróðurinn alla leið upp í yfirborðið.
Jakob og Ole fullvissuðu mig um að þetta
væri vel mögulegt því tjarnirnar væru að
stofni til gamlar malarnámur. Ég var ekki
sannfærður og hnykkti á með því að full-
yrða að sá sem hefði sagt Jakobi frá risa-
geddunni og labradorhundinum hefði
verið fullur af lygi og gammeldansk og
hefði til að bera ríkt ímyndunarafl eða lé-
lega sjón. Jakob hnussaði og muldraði eitt-
hvað ljótt um vantrúaða Islendinga og
sagði, að við skyldum kasta í pollinn áður
en við lýstum hann fisklausan.
Þarna kynntist ég við litla hrifningu
þyrnirunnum. Þessar plöntur eru veiði-
mönnum hér í landi til mikillar armæðu,
þyrnarnir stingast í gegnum vöðlur og ann-
að sem fyrir verður og stakk ég mig nokkr-
um sinnum og rispaði illilega á leið minni
meðfram tjörnunum. Eftir að hafa varið
fyrsta klukkutímanum í að skoða aðstæður
sáum við að hægt var að komast niður að
tjörnunum á þremur stöðum og sennilega
væri með harmkvælum hægt að vaða út í
seffláka í annarri tjörninni sem hentaði
mér vel með flugustöngina.
Þetta með dýpið reyndist vera rétt hjá
danskinum, það var hvergi hægt að vaða út
í tjarnirnar, 10 sentimetra frá bakkanum
náði vatnið upp að geirvörtum og hvergi
var hægt að vaða út fyrir greinaþykknið.
Veiðin hefst
Danirnir byrjuðu á því að egna fyrir
smáfisk sem þeir nefna „skalle“. Þetta er
lítill fiskur 10-35 sm langur sem þeir veiða á
króka nr 12-16. Beitan, sem þeir búa til
sérstaklega fyrir þennan veiðskap, er deig.
I skallana er síðan krækt þríkrækjuknippi
og þeir að lokum notaðir sem lifandi agn
fyrir geddurnar.
Ég reyndi nú fyrir mér með flugustöng-
inni, fyrst frá haftinu milli tjarnanna þar
sem við höfðum bækistöð. Mér gekk erfið-
lega að kasta út, því greinarnar voru alveg
við bakið á mér. Þetta gekk þó eftir atvik-
um, þótt ég þyrfti að klifra upp í tré öðru
hvoru til að sækja flugurnar mínar. Mér til
mikillar undrunar varð ég var við fisk eftir
um það bil klukkutíma veiðiskap. Ég
hnýtti á „Black Sheep“ nr 4 og dró hana
ofurvarlega meðfram sefkantinum. Gedd-
ur veiða sér gjarnan til matar með því að
liggja í leyni í sefinu og bíða þess að bráðin
komi nægilega nærri til að hægt sé að
hremma hana. Ég setti í fisk sem ég sá
aldrei því hann fór af eftir augnablik. Hann
var samt nægilega lengi á til að taka af allan
vafa um að hér var stór fiskur á ferðinni.
Takan var ekki ósvipuð því þegar stórlax
tekur flugu á lygnu vatni, þétt og ákveðið,
VEIÐIMAÐURINN
47