Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Blaðsíða 47

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Blaðsíða 47
í morgunskímunni ókum við framhjá hverju vatninu á fætur öðru og mér leist satt best að segja vel á mörg þeirra. Ég hugsaði sem svo að ef aðstæður væru svip- aðar í þjóðsagnakenndu veiðivatni Jakobs yrði mér ekki skotaskuld úr því að fanga „krókódiT á flugustöngina. Jakob hafði hins vegar ekki mikla trú á því, taldi að til þess þyrfti kröftugri veiðarfæri. Þegar við loksins komumst á áfangastað brá mér í brún. Tjarnirnar umræddu voru agnarsmáar, svipaðar að flatarmáli saman- lagt og hálfur fótboltavöllur. Þær voru umgirtar trjám og þyrnirunnum þannig að rétt náði að glytta í vatn í gegnum greina- flækjurnar. Trén voru hvergi lægri en 4-5 metrar og náðu, eftir því sem ég fékk best séð, næstum allstaðar alveg niður að vatni og á flestum stöðum slúttu runnarnir að minnsta kosti um það bil metra út í og yfir tjarnirnar. Ég hafði orð á því við Jakob að einhver hefði logið að honum um dýptina á tjörn- unum, það væri útilokað að þær væru á köflum 5 metra djúpar, því víða náði vatnagróðurinn alla leið upp í yfirborðið. Jakob og Ole fullvissuðu mig um að þetta væri vel mögulegt því tjarnirnar væru að stofni til gamlar malarnámur. Ég var ekki sannfærður og hnykkti á með því að full- yrða að sá sem hefði sagt Jakobi frá risa- geddunni og labradorhundinum hefði verið fullur af lygi og gammeldansk og hefði til að bera ríkt ímyndunarafl eða lé- lega sjón. Jakob hnussaði og muldraði eitt- hvað ljótt um vantrúaða Islendinga og sagði, að við skyldum kasta í pollinn áður en við lýstum hann fisklausan. Þarna kynntist ég við litla hrifningu þyrnirunnum. Þessar plöntur eru veiði- mönnum hér í landi til mikillar armæðu, þyrnarnir stingast í gegnum vöðlur og ann- að sem fyrir verður og stakk ég mig nokkr- um sinnum og rispaði illilega á leið minni meðfram tjörnunum. Eftir að hafa varið fyrsta klukkutímanum í að skoða aðstæður sáum við að hægt var að komast niður að tjörnunum á þremur stöðum og sennilega væri með harmkvælum hægt að vaða út í seffláka í annarri tjörninni sem hentaði mér vel með flugustöngina. Þetta með dýpið reyndist vera rétt hjá danskinum, það var hvergi hægt að vaða út í tjarnirnar, 10 sentimetra frá bakkanum náði vatnið upp að geirvörtum og hvergi var hægt að vaða út fyrir greinaþykknið. Veiðin hefst Danirnir byrjuðu á því að egna fyrir smáfisk sem þeir nefna „skalle“. Þetta er lítill fiskur 10-35 sm langur sem þeir veiða á króka nr 12-16. Beitan, sem þeir búa til sérstaklega fyrir þennan veiðskap, er deig. I skallana er síðan krækt þríkrækjuknippi og þeir að lokum notaðir sem lifandi agn fyrir geddurnar. Ég reyndi nú fyrir mér með flugustöng- inni, fyrst frá haftinu milli tjarnanna þar sem við höfðum bækistöð. Mér gekk erfið- lega að kasta út, því greinarnar voru alveg við bakið á mér. Þetta gekk þó eftir atvik- um, þótt ég þyrfti að klifra upp í tré öðru hvoru til að sækja flugurnar mínar. Mér til mikillar undrunar varð ég var við fisk eftir um það bil klukkutíma veiðiskap. Ég hnýtti á „Black Sheep“ nr 4 og dró hana ofurvarlega meðfram sefkantinum. Gedd- ur veiða sér gjarnan til matar með því að liggja í leyni í sefinu og bíða þess að bráðin komi nægilega nærri til að hægt sé að hremma hana. Ég setti í fisk sem ég sá aldrei því hann fór af eftir augnablik. Hann var samt nægilega lengi á til að taka af allan vafa um að hér var stór fiskur á ferðinni. Takan var ekki ósvipuð því þegar stórlax tekur flugu á lygnu vatni, þétt og ákveðið, VEIÐIMAÐURINN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.