Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Page 60

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Page 60
SOG Vorstörfin hófust með hreinsun ársvæða og frágangi veiðihúss á Syðri Brú. Ný veiðistaðamerki voru sett í Ásgarð, en annars staðar voru þau lagfærð og endur- bætt. Veiðin fyrir landi Alviðru var til muna betri í ár heldur en í fyrrasumar. Á efri svæðum árinnar var veiðin talsvert minni en áður, þrátt fyrir að ástundun hafi verið allgóð í Ásgarði og Syðri Brú. Á Bíldsfelli veiddist nánast sami fjöldi laxa og í fyrra, en ástundun þar var nokkuð góð framan af, en minni er líða tók á sumarið. Bleikju- veiðin þar var mikið betri nú og hefur bleikjum fjölgað verulega. Klakveiði var stunduð á Bíldsfelli í sem nemur 9 veiðidaga. Á þeim tíma veiddust 22 laxar, 9 hængar og 13 hrygnur. Flestir voru fiskarnir 10 til 15 pund. Sleppt var í ána 3000 gönguseiðum, 2500 sumaröldum seiðum og 90.000 kviðpokaseiðum. Að lokum viljum við enn og aftur minna á að vatnssveiflur í rennsli árinnar eru okk- ur mikið áhyggjuefni. Hlýtur það að valda verulegri truflun við hrygningu og afkomu seiða. Árnefndarmennirnir Jón Þ. Einarsson og Guð- mundur Bjarnason með 20 punda klakfisk. Veiði 1994 Laxar Silungar Laxar 1995 Silungar Alviðra 73 36 123 57 Ásgarður 75 41 58 71 Bíldsfell 44 72 41 124 Syðri-Brú 55 3 35 7 Samtals veiddust 257 laxar, 142 hængar og 115 hrygnur, Flugan gaf flestafiskana eða 129, á maðk veiddust 49 og á annað agn 79. Stærstu fískarnir Dags. Nafn veiðimanns Veiðistaður Þyngd Kyn Agn 24. sept. María Anna Clausen Alviðra 22pund Hængur Spónn 15. júlí Guðrún Eyjólfsdóttir Ásgarður lópund Hængur Spónn 24. sept. Guðmundur Bjarnason Bíldsfell 12,5 p. Hængur Spónn 19. sept. Guðjón Axelsson Syðri-Brú 14pund Hængur Fluga 60 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.