Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Page 62

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Page 62
AHUGIENGLENDINGA A ÍSLENSKUM ÖNDUM JÓN SIGURGEIRSSON FRÁ HELLUVADI í MÝVATNSSVEIT SEGIR FRÁ Það var hjá okkur á Helluvaði og eins á Arnarvatni eitt sumar Englendingur sem varð mikill vinur okkar, Haig Thomas, hann fórst í stríðinu, blessuð veri minning hans. Hann var hér með konu sinni, þetta voru ágætishjón. Thomas kom gagngert frá Englandi í Mývatnssveit til að ala upp straumönd og húsönd. En aldrei hafði tekist að halda lífi í þessum andategundum til frambúðar í Englandi. Englendingar höfðu frá því á dögum Páls gamla á Halldórsstöðum í Laxár- dal Þórarinssonar, manns Lissyar hinnar skosku og föður Williams og Þórs, gert tilraunir með þetta. Þeir fengu hann til að senda sér egg á hverju ári og síðar William. Alltaf héldu þeir að þeir gætu ungað út eggjum og komið upp stofni. Þeir voru búnir að fá egg í eina tvo mannsaldra. Haig þessi Thomas hafði bækistöð sína aðallega við Kötlu hjá Arnarvatni. Hann hélt að hægt væri að taka unga og ala þá upp, hugðist prófa sig áfram með það og fara svo með þá stálpaða til Englands. En þeir drápust bara allir áður en hann hélt heim. Þeir vesluðust upp. Það var hörm- ung að horfa upp á þetta. Suma tók hann úr hreiðrum beint úr eggjunum og líka bara af ánni. Hann var 62 afbragðssundmaður. Hann stakk sér stundum ef hann sá unga úti á ánni og synti hann uppi og greip hann og setti hann í girðinguna sem hann hafði hjá Kötlu. En þegar farið var að reyna að fóðra þá vandaðist málið. Hann brytjaði maðk ofan í þá en allt kom fyrir ekki, þeir þrifust ekki því þeir vilja aðeins það sem þeir finna í vatninu og lifa aðallega á mýflugnalirfum. Við komum stundum að honum þegar hann var að tína maðkinn úr úldnum hræjum inni í tjaldinu hjá sér. Hann klíjaði ekkert við því, hélt að það kæmi fuglunum til góða. Svo fóru þeir nú að hverfa ungarnir úr Kötlu. Hann vissi náttúrulega töl- una á þeim. Þegar þeim tók að fækka hélt hann að hrafninn hefði tekið þá og fór inn á Akureyri og keypti sér byssu og hugðist skjóta hrafnana en þá bentum við honum á að það væru urriðarnir úr ánni sem tækju ungana. Hann réði ekkert við urriðana. Hann var með rándýran útbúnað fyrir þetta andabras; útungunarvélar, eggja- kassa og önnur tæki. Hann keypti hænsn frá Akureyri til að láta þau liggja á en allt kom fyrir ekki og hann fór slyppur. Enn fyrr, áður en almennilegt vega- samband komst á í Sveitinni, var þarna annar Breti í sömu hugleiðingum, mig Húsönd við gott atlœti í Mývatns- sveit. Ljósmynd Árni Einarsson. VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.