Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Síða 66
VEIÐIDAGUR
ÆSKUNNARí
ELLIDAÁM
Helga B. Antonsdóttir með aðstoðarmanni sín-
um og hjálparhellu Jóni H. Stefánssyni.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur að
undanförnu lagt sig eftir að sinna yngstu
kynslóðinni og kynna henni töfra stanga-
veiðinnar.
Sunnudaginn 11. júní efndi félagið til
Veiðidags barna og unglinga við Elliða-
66
vatn og þriðjudaginn 15. ágúst sl. bauð
SVFR yngstu félagsmönnunum, börnum
og unglingum 7-15 ára, að veiða endur-
gjaldslaust í Elliðaánum.
Tilgangurinn með Elliðaárdeginum var
að kenna veiðar í straumvatni, kynna
veiðimönnum framtíðarinnar almennar
veiðireglur og gefa þeim kost á að kynnast
„heimaá“ félagsins.
Klukkan 14.30 var mættur um 30 manna
hópur æskufólks við veiðihúsið. Þar var
skipt liði, 5-6 nýliðar héldu síðan saman til
veiða með reyndum leiðsögumanni. Alls
veiddust 16 laxar en eftirminnilegasta fisk-
inn veiddi 6 ára gömul stúlka, Helga Björg
Antonsdóttir, 13 punda hæng við Hunda-
steina. Þar slöngvaði hún út, af flugustöng,
svartri Frances-túbu nr. 1” og í þriðja kasti
tók fiskurinn. Óvíst er hver endalokin
hefðu orðið ef ekki hefði notið við dyggrar
aðstoðar Jóns Halls Stefánssonar.
Það er kunnara en frá þurfi að segja að
sumir eru fisknari en aðrir, í hverju galdur-
inn er fólginn er mönnum hulin ráðgáta en
eitt er víst að þessi unga veiðidís er ótrú-
lega efnileg og virðist hafa sérlegt að-
dráttarafl, því að á veiðideginum við Ell-
iðavatn, sem fyrr er getið, veiddi hún líka
stærsta fiskinn, tveggja punda bleikju.
Myndirnar eru frá veiðideginum við Ell-
iðaár.
GP
VEIÐIMAÐURINN